UM FORSETAKOSNINGARNAR

Upplýsingar um forsetakosningar 2024


Þann 1. júní 2024 verður kosið til embættis forseta Íslands.

Hvað þarft þú að vita fyrir kosningar?

Frekari upplýsingar er hægt að finna inni á island.is.

  • Hvernig kýs ég í forsetakosningum?

    Kosið er á viðeigandi kjörstað. Kjörstaður er í því sveitarfélagi sem kjósandi býr í. 


    Skoða nánar

  • Hvernig virkar utankjörfundarkosning?

    Þann 2. maí hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar. Hægt er að kjósa erlendis, haft er þá samband við sendiráð eða ræðismann í því landi sem á að kjósa í. Kosningar fara fram hjá sýslumanni ef kosið er á Íslandi.


    Skoða nánar

  • Hvar á ég að kjósa?

    Ef þú ert ekki viss hvar þú átt að kjósa getur þú flett því upp eftir kennitölu.


    Skoða nánar

  • Þarf ég að taka með mér skilríki til þess að kjósa?

    Já, þú þarf að taka með þér skilríki til þess að geta sýnt fram á að þú sért sá/sú sem þú segist vera.


    Skoða nánar

Mikilvægar dagsetningar fyrir forsetakosningar

Þessar upplýsingar eru beint af island.is

Lesa meira

1. mars

Rafræn söfnun meðmæla hófst

Opnað var fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir frambjóðendur á island.is

24. apríl

Viðmiðunardagur kjörskrár

Á kjörskrá eru þau sem uppfylla skilyrði til að kjósa í forsetakosningum.

26. apríl

Framboðsfrestur rann út

Framboðsfrestur rann út klukkan 12:00

26. apríl

Kjörskrá tilbúin

Hægt er að fletta því upp hvort einstaklingur er á kjörskrá eftir þennan dag.

2. maí

Auglýsing hverjir eru í kjöri

Landskjörstjórn auglýsir hvaða frambjóðendur eru í kjöri.

2. maí

Kosning utan kjörfundar hefst

Hægt er að kjósa utankjörfundar m.a. hjá sýslumönnum, í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis

31. maí

Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur

Á kjördag er ekki hægt að kjósa erlendis.

1. júní

Forsetakosningar

Kjördagur, kosinn verður forseti Íslands.

Share by: