VERKEFNI

VERKEFNIN OKKAR

Verkefnin okkar talar sínu máli. Við höfum hjálpað fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum að ná markmiðum sínum og við erum spennt að hjálpa þér að gera slíkt hið sama. Skoðaðu verkefnin okkar og sjáðu hvernig við getum hjálpað fyrirtækinu þínu að ná árangri!

HAFA SAMAND

TORFHÚS RETREAT

Sumarherferð

Torfhús Retreat vildi fanga sanna upplifun gesta sinna með fallegu efni sem grípa ætti andann sem þar ríkir á lofti.


Við fylgjumst með pari njóta lífsins í faðmi glæsilegu bursta bæjanna sem þekja svæðið. Okkar teymi segir ekki nei við því að eyða sólríkum degi á suðurlandi við jafn fallegar aðstæður og raun bar vitni.

NÁNAR

Arna mjólkurvörur

Sahara aðstoðaði Örnu Mjólkuvörur að útbúa lukkuhjólaleik í tilefni af 10 ára afmælinu þeirra. Tilgangur leiksins var að safna fleirum á póstlista sem Arna nýtir til að vekja athygli á vörunum sínum sem og uppskriftum.

Nánar

Heyrnartækni

Við vildum leika okkur með hin ýmsu hljóð sem fólk gæti hafa glatað á efri árum og vildum við einnig nýta heyrnartækin á skemmtilegan hátt í efninu sjálfu. Úr því varð þessi skemmtilega herferð sem kemur skilaboðunum á framfæri á skemmtilegan máta.

Nánar

Háskóli Reykjavíkur - MBA

Executive MBA námið við Háskólann í Reykjavík er eitthvað vandaðasta nám sem völ er á við Íslandsstrendur og því kom ekkert annað til greina en að markaðsefnið væri það líka. Sahara fór og tók viðtöl við snillingana sem stunda námið eða hafa stundað námið og úr varð sérstaklega skemmtilegt efni sem sýnir hversu megnugt þetta nám virkilega er.

Nánar

PARKI

Sahara og Parki fóru í framleiðslu á nýrri auglýsingu fyrir Parka. Þar átti að koma á framfæri það breiða vöru úrval sem Parki býður upp á. Hugmyndin af auglýsingunni var hugsuð sem skemmtileg ný nálgun á gömlum útvarpsauglýsingum Parka sem flestir landsmenn ættu að þekkja og tengja hana saman við nýja efnið.

Nánar

VERNA - ERKITÝPUR

Verna vildi fara af stað með herferð sem sýnir viðskiptavini sína og hvaða týpur það eru sem eru tryggðir hjá Verna. Í herferðinni voru erkitýpurnar að stunda áhugamálin sín fyrir framan bílana sína. Þrátt fyrir að stunda ólík áhugamál eiga þau öll eitt sameiginlegt, þau hafa náð að lækka bílatrygginguna sína hjá Verna.

Nánar

Neyðarlínan - Taktu skrefið

112 & Sahara tóku höndum saman og framleiddu auglýsingu sem byggð var á herferð frá The Lucy Faithfull Foundation í Englandi, Stop it Now!. Tilgangur herferðarinnar er að vekja athygli á afleiðingum þess að skoða, eiga og senda kynferðislegt efni af einstaklingum sem eru undir 18 ára og hvetja fólk til að taka skrefið og leita sér aðstoðar ef þeir eru að díla við óviðeigandi hugsanir séu þeir tilbúnir til þess. 

Nánar

Fjarðarkaup

Fjarðarkaup leitaði til Sahara með það að gera leik sem var í tengslum við HM í fótbolta. Tilgangur leiksins var að safna fleirum á póstlista sem Fjarðarkaup nýtir til að vekja athygli á tilboðum sem og uppskriftum

Nánar

BYKO

Ákveðið var að framleiða stutt efni sem passaði í nýja endurmörkun BYKO. Starfsfólk BYKO er vel þjálfað og býr yfir mikilli kunnáttu á þeirra sérsviði og því tilvalið að nýta það í auglýsingaefni.

Nánar

SOS Barnaþorp

SOS leitaði til Sahara um að endurgera gamla auglýsingu með það að markmiði að auka vitund og ýta undir skráningar í að gerast SOS foreldri. Unnið var út frá eldra efni og hægt að segja að um einskonar endurgerð væri að ræða

Nánar

Landsvirkjun

Ástæðan fyrir verkefninu var ársfundur Landsvirkjunnar. Markmiðið var að gera nálgunina persónulega og var það gert með því að nýta starfsfólk Landsvirkjunnar í efnissköpunina. Fyrir utan allt vatnið í vatnsaflsvirkjuninni er það starfsfólkið sem keyrir stofnunina áfram og þess vegna mikilvægt að leggja áherslu á það.

Nánar

Krauma

Krauma leitaði til Sahara þar sem þeir voru að leitast eftir samstarfsaðila sem gæti unnið með þeim með víðtæka þjónustu er snýr að markaðssetningu og efnissköpun fyrir erlendan markað, þar sem áhersla var lögð á ferðamenn sem áttu leið til Íslands, sem og löngun til að markaðssetja á íslenskum markaði.

Nánar

Aktu Taktu

Aktu Taktu leitaði til SAHARA með samstarf til að kynna Fjarkann, hamborgaratilboð sem Aktu Taktu býður upp á. Þar sem áherslan var að kynna tilboðið til nýrra viðskiptavina var ákveðið að samfélagsmiðlar væru fullkominn miðill til að ná til viðeigandi markhóps.

Nánar
Share by: