Sahara hlaut verðlaun á European Agency Awards

Stafræna markaðsstofan Sahara hlaut nýverið hin eftirsóttu verðlaun European Agency Awards og US Agency Awards þegar herferðin „Where Luxury Meets Tradition“ fyrir Torfhús Retreat var útnefnd „Best Integrated Campaign“.

61%

Aukning í beinum bókunum

Auknig í beinum bókunum í gegnum vef Torfhús jókst um 61% í fyrsta ársfjórðungi 2024 samanborið við sama tíma árið áður.

Um verkefnið

European Agency Awards og US Agency Awards heiðra stafrænar auglýsingastofur sem hafa náð framúrskarandi árangri á sviði stafrænna auglýsingaherferða, framleiðslu, hönnunar og fleiri markaðslegra þátta. Herferðin „Where Luxury Meets Tradition“ vann í flokki bestu samþættuðu herferðarinnar en í umsögn dómnefndar segir: „Herferðin skilgreindi og náði til tiltekinna markhópa á áhrifaríkan hátt með heildstæðri strategíu sem sameinaði fjölbreyttar stafrænar boðleiðir. 

Skapandi efnistök, þar á meðal töfrandi myndefni og sannfærandi frásögn, reyndust einstaklega öflug til að virkja markhópinn og gera herferðina eftirtektarverða. Árangurinn var einstaklega góður og fór langt fram úr upphaflegum markmiðum, bæði hvað varðar fjölda bókana, tekjur og beinar bókanir.


„Eigendur Torfhús Retreat veittu okkur mikið frelsi frá upphafi til enda hvað varðar alla þætti verkefnisins, en í þessu tilfelli var um að ræða sampil margra þátta: leitarvélabestunar, Google auglýsinga, Meta auglýsinga, vefsíðugerðar, myndbandagerðar, grafík og textavinnu. Við berum mikla virðingu fyrir traustinu sem okkur var sýnt og erum þakklát fyrir samstarfið við Torfhús Retreat. Það gerði okkur fært að skapa eitthvað alveg nýtt og í þessari herferð lögðum við áherslu á að segja þá sögu á myndrænan hátt hvernig lúxus og hefð er óaðfinnanlega blandað saman. Þessi verðlaun eru í rauninni staðfesting á þeim metnaði sem við lögðum í þetta verkefni,“ segir Eva Þorsteinsdóttir, viðskiptastjóri og partner hjá Sahara.