Árið 2009 var framleiðslufyrirtækið SILENT stofnað og var síðar sameinað Sahara til að auka getu og styrkja þjónustuframboð fyrirtækisins. Til að byrja með var aðeins einn sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu, þannig að Sahara hefur upplifað alveg ótrúlegan vöxt.
Í dag hefur Sahara á að skipa fjölbreyttu starfsliði sem telur nú yfir 25 sérfræðinga. Okkar hæfileikaríka teymi skarar fram úr á ýmsum sviðum, þar á meðal í auglýsingagerð, myndbanda- og ljósmyndaframleiðslu, hönnun og umsjón með stafrænum herferðum, textagerð og efnissköpun og vefsíðugerð