Ákveðið var að framleiða stutt efni sem passaði í nýja endurmörkun BYKO. Starfsfólk BYKO er vel þjálfað og býr yfir mikilli kunnáttu á þeirra sérsviði og því tilvalið að nýta það í auglýsingaefni. Verkefnið var framleitt með það að leiðarljósi að veita starfsfólki BYKO athygli, leggja áherslu á fagþekkingu þeirra og sýna hvaða þjónustu þau geta veitt viðskiptavinum og halda því hátt á lofti. Einnig var gengið út frá því markmiði að skapa traust til vörumerkisins og vegna þess að persónuleg tenging við starfsfólk er til staðar yrðu áhorfendur líklegri til þess að gerast reglulegir viðskiptavinir BYKO.
Ráðist var í gerð á nokkrum myndböndum með ákveðnu starfsfólki sem fyrirmynd. Gengið var út frá því að gera stutt efni þar sem var lögð áhersla á að BYKO yrði efst í huga einstaklinga eftir að hafa séð auglýsinguna. Þetta var gert með því að vekja skynfærin í gegnum augu og eyru. Sterkir litir BYKO eru notaðir í gegnum allt myndbandið ásamt því að klassíska BYKO stefið heyrist í bakgrunni. Myndefnið er bjart og lifandi ásamt því að vera fullt af persónuleika þeirra starfsmanna sem birtast. Lukkaðist vel til með framleiðslu á efni og öll sem komu að því ánægð með útkomuna.