Persónuverndaryfirlýsing

Persónuverndaryfirlýsing

v1.0


Almennt

Við hjá SAHARA leggjum ríka áherslu á persónuvernd og sýnum fyllstu varúðar við meðferð allra persónuupplýsinga. Við störfum ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili samkvæmt persónuverndarlögum (90/2018). Við skuldbindum okkur til þess að bjóða upp á gagnsæja og sanngjarna vinnslu upplýsinga. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu munum við upplýsa þig um okkur, af hverju og hvernig við notum persónuupplýsingar og um þinn rétt vegna persónuupplýsinga þinna í okkar vörslu.


Hver erum við?

Við erum SAHARA ehf og erum til húsa við Vatnagarða 8, 104 Reykjavík. Það er hægt að ná í okkur í síma 519-2121 eða senda okkur póst á info@sahara.is.

Hægt er senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið dpo@premis.is


Hvað eru persónuupplýsingar?

Almennar persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem hægt er að rekja til einstaklinga, t.d. nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Sértaklega er getið til um viðkvæmar persónuupplýsingar í lögum en þær eru upplýsingar um kynþátt, þjóðernislegan uppruna, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð, lífsskoðun og aðild að stéttarfélagi. Þær eru einnig heilsufarsupplýsingar, upplýsingar um kynhegðun, erfðafræðilegar upplýsingar og lífkennaupplýsingar.


Hvernig við notum upplýsingarnar þínar

Fyrirtækið skuldbindur sig til að vinna persónuupplýsingar með lögmætum hætti og að persónuupplýsingar séu ekki unnar úr samræmi við upprunalegan tilgang vinnslunnar. Tilgangur vinnslu kann að breytast en í þeim tilvikum munu skráðir einstaklingar vera látnir vita.


Persónuupplýsingum er einungis safnað í skýrum tilgangi. Fyrirtækið mun ekki safna meiri upplýsingum um einstaklinga en nauðsynlegt er.


Upplýsingum kann að vera miðlað til vinnsluaðila, þ.e. þjónustuveitendum, umboðsaðilum og/eða þróunaraðilum en það verður aðeins gert til þess að veita þjónustu og/eða til þess að afhenda vöru sem þú hefur óskað eftir og samþykkt.


SAHARA skuldbindur sig til að gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir vegna upplýsingaöryggis þegar persónuupplýsingum er miðlað til fyrrgreindra aðila.

Með vinnslu upplýsinga er átt við notkun eða meðferð persónuupplýsinga t.d. til þess að veita þjónustu.


Hvaða upplýsingum við söfnum

SAHARA leitast við að safna einungis þeim upplýsingum sem fyrirtækið þarf til þess að veita tiltekna þjónustu.

Almennt eru persónuupplýsingar þínar aðeins vistaðar sem þú gefur okkur upp að eigin frumkvæði en upplýsingarnar eru vistaðar til þess að geta veitt umbeðna þjónustu, efna samninga, gæta að lögmætum hagsmunum fyrirtækisins eða uppfylla lagaskyldu.

Á vefsíðu okkar er sjálfvirk söfnun á IP tölum og grunnupplýsingum um vafra þinn en viðbótaupplýsingar kunna að vera skráðar á netþjóni sem hýsir vefsíðuna. Söfnunin er sjálfvirk en gögnin eru aðeins notuð vegna lögmætra hagsmuna SAHARA, t.d. vegna netárása á vefsíðu.


Varðveislutímabil upplýsinga

Upplýsingar um einstaklinga sem koma í okkar vörslu verða aðeins vistaðar þar til það er ekki nauðsynlegt að geyma þær eða á meðan varðveislutímabil er í gildi. Varðveislutímabil gæti breyst vegna beiðni viðskiptavina eða lögmætra hagsmuna, t.a.m. til að tryggja öryggi gagna eða lögsókna vegna afbrota.


Þinn réttur

Þú hefur rétt til þess að hafa samband við persónuverndarfulltrúann okkar sem er með netfangið dpo@premis.is


Þinn réttur er þessi:

• Réttur til þess að fá upplýsingar um vinnslu upplýsinga

• Réttur til að takmarka vinnslu upplýsinga

• Réttur til að fá upplýsingar um þig afhentar til annars ábyrgðaraðila

• Réttur til að fá afrit af þínum persónuupplýsingum

• Réttur til að mótmæla vinnslu

• Réttur til þess að fá upplýsingum um þig eytt

• Réttur til að fá leiðréttar rangar eða ónákvæmar upplýsingar

• Réttur til að taka til baka samþykki og stöðva vinnslu upplýsinga

• Réttur til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar


Í sumum tilvikum er ómögulegt fyrir fyrirtækið að framfylgja beiðni, t.d. ef fyrirtækinu ber skylda með lögum að geyma upplýsingar. Í þeim tilvikum sem fyrirtækinu er ómögulegt að framfylgja beiðni þinni verður henni hafnað. En það getur einnig verið gert á grundvelli hugverkaréttar eða réttinda annara aðila, t.d. vegna friðhelgi einkalífs.

Af hverju stafræn auglýsingastofa? 

Every campaign we launch starts with a dream - your dream. And the first thing we do to discover that dream is listen to you. We want to hear about your company, your goals and your expectations. Once we understand what you, we select the team that’s most suitable to make it happen. We choose every member of your team with your goal in mind, and get them on board at the beginning of the process, so there is no doubt about where it’s all going to lead 
Share by: