Framleiðsla markaðsefnis fyrir Arna+

Arna leitaði til Sahara með ósk um að skapa líflega herferð fyrir Örnu+ próteindrykkinn þeirra. Við fórum þá leið að sýna fólk í fjölbreyttum aðstæðum í lífinu þar sem Arna+ kemur sér alltaf jafn vel, hvort sem það er í leik eða starfi, á sjó eða á landi.


Í herferðinni sjáum við trillukarlinn á leið út í túr dagsins, íþróttakonuna á sundæfingu dagsins og mæðgur í ævintýraferð úti í skógi að njóta saman. Allar aðstæður eiga það sameiginlegt að það er auðvelt að grípa með sér Örnu+ út í daginn. Þægilegt og heilsusamlegt. Sahara framleiddi bæði myndbönd og ljósmyndir sem tala saman og tengjast í jákvæðri orku og heilbrigðum lífsstíl.

Auglýsing

Auglýsing fyrir Arna+

Ljósmyndatökur fyrir Arna+

Ljósmyndir