VEIÐIHORNIÐ
Veiðhornið er stærsta veiðibúð landsins sem hefur verið starfrækt í aldarfjórðung og býður landsmönnum upp á mikið úrval vandaðs veiðibúnaðar á hagstæðu verði. Veiðihornið býður upp á flott úrval af vörum fyrir stangveiði, skotveiði og útivist.
Veiðihornið leitaði til SAHARA þar sem þeir vildu setja af stað leik í tilefni af 25 ára afmæli verslunarinnar. Tilgangur leiksins var að gera eitthvað nýtt og öðruvísi í kringum afmæli verslunarinnar en einnig var áhersla á að safna netföngum á póstlista. Þau sem tóku þátt og skráðu sig á póstlista fengu um leið afsláttarkóða til þess að nýta á síðunni ásamt því að öll sem voru komin á póstlista fengu í lok mánaðar sendan kóða til þess að nýta á síðunni.
Sérfræðingur Sahara í Gamification sá um uppsetningu á leiknum sem og eftirfylgni. Ákveðið var að tala við mjög ákveðinn hóp af fólki í gegnum leikinn og auglýsingar þar sem einstaklingar með áhuga á veiði og útivist voru hvattir til þess að taka þátt og sýna snilli sína. Leikurinn sem var hannaður var spurningaleikur sem fjallaði um skot- og stangveiði. Átta spurningar voru í hvorum hluta fyrir sig.
Í framhaldi af uppsetningu var leikurinn keyrður á miðlum META. Áhersla var lögð á traffic auglýsingar á opinn hóp með áhuga á veiði til þess að ná fólki inn á síðuna. En einnig voru auglýsingar miðaðar að þeim sem höfðu áður komist í snertingu við fyrirtækið og mátti merkja sem heitan hóp. Auglýsingar á Google Display voru á opinn hóp sem talið var að myndi bregðast vel við efninu.
Eigendur Veiðihornsins voru ánægðir með útkomuna og þeir sem tóku þátt í leiknum höfðu gaman að. Þátttakendur eyddu miklum tíma í leiknum og gefur til kynna að viljinn til þess að standa sig vel hafi verið mikill!
Sessions: 7,218
Registrations: 2,336
Time Spent on Game: 156,1 hours
Fjarðarkaup leitaði til Sahara með það að gera leik sem var í tengslum við HM í fótbolta. Tilgangur leiksins var að safna fleirum á póstlista sem Fjarðarkaup nýtir til að vekja athygli á tilboðum sem og uppskriftum. Þau sem tóku þátt í leiknum áttu möguleika að vinna ferð fyrir tvo á enska boltann að verðmæti 300.000 kr sem og veglega aukavinninga frá Nóa Siríus og Ölgerðinni. Leikurinn var í keyrslu í fjórar vikur.
Á þeim tíma sem leikurinn fór í loftið hafði Sahara verið að vinna markaðsstörf fyrir S4S og var ákveðið að taka þetta næsta skref til þess að virkja póstlista fyritækisins enn frekar. Markmiðið var að auka skráningar á póstlistann sem fyrirtækið nýtir til þess að senda tilboð og fróðleik til viðskiptavina sinna. First party data er að verða mikilvæg eign fyrir fyrirtæki til þess að nýta í markaðssetningu og er póstlisti ein af þeim leiðum til þess að safna þessum gögnum.