S4S
S4S ehf rekur skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslunum og Ellingsen.
S4S er einnig heildverslun og á dótturfélagið Ellingsen-BRP sem er tækjadeild Ellingsen. S4S rekur einnig netverslanirnar Skór.is, Ellingsen.is og Rafhjólasetur.is
Á þeim tíma sem leikurinn fór í loftið hafði Sahara verið að vinna markaðsstörf fyrir S4S og var ákveðið að taka þetta næsta skref til þess að virkja póstlista fyritækisins enn frekar. Markmiðið var að auka skráningar á póstlistann sem fyrirtækið nýtir til þess að senda tilboð og fróðleik til viðskiptavina sinna.
First party data er að verða mikilvæg eign fyrir fyrirtæki til þess að nýta í markaðssetningu og er póstlisti ein af þeim leiðum til þess að safna þessum gögnum.
Ákveðið var að Singles Day (11.11) væri kjörið tækifæri til þess að keyra fólk til þátttöku þar sem í verðlaun voru afsláttarkóðar og gjafabréf. Sérfræðingur Sahara í Gamification sá um uppsetningu á leiknum sem og eftirfylgni. Í framhaldi af uppsetningu var leikurinn keyrður á miðlum META.
Leikurinn var settur upp í formi spilakassa (e. slot machine) þar sem að þátttakendur reyndu að fá þrjár eins myndir upp á skjáinn. Ákveðið var að skipta leiknum í tvo fasa. Fyrri hluti yrði daginn fyrir Singles Day þar sem að þátttakendum bauðst að taka þátt og fá Singles Day afsláttinn degi á undan almenningi. Seinni hlutinn var á sjálfum Singles Day og þar sem þátttakendur áttu möguleika á að vinna gjafabréf.
Leikurinn vakti mikla athygli og eru niðurstöðurnar eftir því.
Sessions: 9,857
Skráningar: 7,154
Time Spent on Game: 166,8 klst.
Fjarðarkaup leitaði til Sahara með það að gera leik sem var í tengslum við HM í fótbolta. Tilgangur leiksins var að safna fleirum á póstlista sem Fjarðarkaup nýtir til að vekja athygli á tilboðum sem og uppskriftum. Þau sem tóku þátt í leiknum áttu möguleika að vinna ferð fyrir tvo á enska boltann að verðmæti 300.000 kr sem og veglega aukavinninga frá Nóa Siríus og Ölgerðinni. Leikurinn var í keyrslu í fjórar vikur.
Veiðihornið leitaði til SAHARA þar sem þeir vildu setja af stað leik í tilefni af 25 ára afmæli verslunarinnar. Tilgangur leiksins var að gera eitthvað nýtt og öðruvísi í kringum afmæli verslunarinnar en einnig var áhersla á að safna netföngum á póstlista. Þau sem tóku þátt og skráðu sig á póstlista fengu um leið afsláttarkóða til þess að nýta á síðunni ásamt því að öll sem voru komin á póstlista fengu í lok mánaðar sendan kóða til þess að nýta á síðunni.