Landsvirkjun

Landsvirkjun

Ársfundur 2023

Myndbandsframleiðsla

Streymi

Hönnun

Landsvirkjun

Aðalfundur

Ástæðan fyrir verkefninu var ársfundur Landsvirkjunnar. Markmiðið var að gera nálgunina persónulega og var það gert með því að nýta starfsfólk Landsvirkjunnar í efnissköpunina. Fyrir utan allt vatnið í vatnsaflsvirkjuninni er það starfsfólkið sem keyrir stofnunina áfram og þess vegna mikilvægt að leggja áherslu á það. Efnið sem varð til er þar af leiðandi lifandi og fullt af persónuleika en leggur einnig mikla áherslu á þau vönduðu vinnubrögð sem eiga sér stað í virkjuninni. 


Efnið var eingöngu framleitt til notkunar innanhúss fyrir ársfund Landsvirkjunnar en framleiðsluteymi Sahara sá einnig um þann viðburð. Umsjón með viðburðum af þessari stærð felur í sér alla uppsetningu, umsjón með streymi og stuðning við ræðuhaldara. Til að mynda fengu þau sem héldu erindi tækifæri til þess að æfa erindi sitt með leikstjórum. Það gaf þeim tólin til þess að flytja frábæra ræðu fulla af sjálfsöryggi og sjarma sem skilaði sér í streymi og í sal. 


Samstarf Sahara og Landsvirkjunnar er ekki nýtt en verkefni eins stórt og þetta lýsir mjög greinilega því mikla trausti sem Landsvirkjun ber til starfsemi Sahara. Nú þegar hyggur Landsvirkjun og Sahara á frekari efnissköpun saman og því spennandi að sjá hvað framtíð ber í skauti sér. 

Share by: