Stutt myndskeið eru á hraðri leið að verða eitt vinsælasta markaðsefni fyrir samfélagsmiðla m.a. vegna mikillar þátttöku (engagement), dreifni þeirra og í raun auðvelds aðgengis í gegnum smáforrit að skapa slík myndskeið (bæði að taka upp og að klippa).
Um mitt ár 2020 setti Instagram (Meta) fram nýja uppfærslu í loftið, Instagram Reels, sem ákveðið svar við sívaxandi vinsældum á Tiktok. Eftir að Reels var hleypt af stokkunum byrjuðu notendur samfélagsmiðlana að bera þessa tvo miðla saman, enda margt um að líkjast milli þessara tveggja miðla.
Þó að TikTok og Reels séu bæði með stutt videoefni, oft drifið áfram af videoefni sem eru að „trenda“, þá eru þessir tveir miðlar töluvert ólíkir þegar kemur að notendum, þá bæði þegar kemur að hvernig notendur eru að bregðast við video efninu og í rauninni hvernig andrúmsloftið er á hvorum miðli fyrir sig.
Það hefur þótt ansi áhugavert að skoða og bera saman þessa tvo miðla út frá markaðslegum tilgangi fyrirtækja og er tími til kominn að taka saman smá yfirferð á þeim tveimur og hvernig þeir hafa þróast síðastliðin ár út frá markaðslegu verðmæti þeirra!
Tiktok-forritið er í eigu kínverska snjallfyrirtækisins ByteDance. Árið 2018 varð appið geysivinsælt og var það app sem mest var hlaðið niður í Bandaríkjunum í október 2018. Það ár náði Tiktok og Douyin (kínverska útgáfan) samanlagt yfir einni billjón niðurhala.
Á forritinu deila notendur stuttum myndböndum sem aðrir notendur geta síðan brugðist við (like, comment, share) eða notað í sín eigin myndbönd, hvort sem það er að taka hluta úr upprunalega myndbandinu og bætt við sitt eigið, tekið dúett, skipt upp skjánum þar sem upprunalega myndbandið og nýja myndbandið skipta skjánum eða notað lag eða hljóð úr upprunlega myndbandinu og gera úr því sína eigin útgáfu. Tiktok er mjög frumlegur miðill þar sem notandinn er við stjórnvöllinn að skapa áhugavert efni. Algríminn á Tiktok þykir sérlega góður í að átta sig á hvað notandinn hefur gaman af að sjá og stýrir efni úr öllum áttum inn á upphafssíðu viðkomandi notanda, svonefnt „For You Page“ og er myllumerkið #fyp notað gríðarlega mikið af notendum til að detta inn á þá síðu.
Instagram Reels eru í einföldu máli stutt, skemmtileg myndbönd sem gera notendum Instagram og vörumerkjum kleift að fara út fyrir rammann í sköpun á efni, taka þátt í vaxandi trendum og eiga samskipti við tilætlaða hópa á miðlinum.
Það eru nokkur megin atriði sem skilja Tiktok og Reels að eins og t.d.:
1. Lengd
Bæði Reels og Tiktok er hægt að lýsa með einföldum hætti sem leið til að búa til skemmtilegt og grípandi stutt myndefni sem er með ákveðinni tímalengd. Notendur á Tiktok geta búið til allt að 180 sekúndna langt myndband meðan að í Reels eru tímamörkin sett við 60 sekúndur.
2. Hljóð / tónlist
Tiktok á klárlega vinninginn með úrval af hljóðum og lögum sem má nota, stundum rata þau frá Tiktok yfir á Instagram en eins og staðan er núna er Instagram með frekari takmarkanir á lagavali og hljóðum og þá sérstaklega Instagram business aðgangar. Þeir leggja mikla áherslu á höfundarvarið efni og að birta þarf alltaf upprunalegt efni sem Tiktok er ekki jafn strangt á.
3. Markhópur
Hvað fjölda daglegra notenda varðar er Tiktok aðalstjarnan þar með 1 milljarð notenda á dag (tilkynnt í sept. 2021) meðan að Instagram er með 500 milljónir daglegra notenda.
Það sem þessir tveir miðlar eiga sameiginlegt er að báðir miðlar ná góðri dekkun á aldurinn 18-24 ára þó að Tiktok sé með töluvert betri dekkun fyrir þann ákveðna aldurshóp (Gen Z) en Instagram dreifir sér frekar ofar með góða dekkun á aldurshópinn 25-34 ára og ofar. Hér verður áhugavert að skoða hvernig aldursdreifing verður í lok árs 2022 þar sem Tiktok er að ná að draga inn í eldri markhópa með daglega viðveru.
4. Þátttaka (engagement)
Rannsókn sem var gerð af
socialmediatoday.com sýnir að þótt áhorf séu nokkuð svipuð á báðum miðlum, þá er þátttaka (engagement) meiri á Tiktok. Rannsóknir virðast styðjast við það að nýstofnaðir aðgangar á Tiktok og Reels fá töluvert meiri þátttöku fyrr á Tiktok, en ef það er rótgróinn aðgangur á Instagram gætu hann náð meiri árangri á Instagram Reels heldur en á Tiktok.
Ábending. Með því að birta meira Reels-efni á Instagram getur þú haft meiri möguleika á að fleiri notendur sjái efnið þitt (betri dreifni) vegna þess að algríminn hjá Instagram eykur sýnileika eins og á Reels til að hvetja notendur til að bregðast við. Þá forgangsraðar algríminn líka efninu sem hefur mesta þátttöku (like, comment, save). Þar sem það tekur notendur lengri tíma að bregðast við myndbandsefni samanborið við venjulega myndarfærslu, mun efnið þitt líklega skila betri árangri. Hvað Tiktok varðar þá liggja gríðarlega mörg tækifæri fyrir fyrirtæki að leggja tíma og vinnu í að gera frumlegt og skemmtilegt efni sem eru ekki með jafn augljósum auglýsingamarkmiðum og á Instagram.
5. Sýnileiki
Ólíkt Tiktok er Instagram Reels ekki einangraður miðill í sjálfu sér eins og Tiktok heldur er það í raun eitt birtingarform eða valmöguleiki inn á Instagram og getur Reels-ið þitt birst víðsvegar á Instagram, t.d. í Stories á Feed eða í Explore.
Tiktok er sér app þar sem efnið birtist á tveimur stöðum innan appsins, á FYP (For you page) og í Following tab. FYP síðan á Tiktok er eins og Explore síðan á Instagram þar sem algríminnfinnur út hvaða efni þú gætir haft áhuga á og dælir því þar inn.
Ábending: Að þekkja hvernig algríminn virkar á hvorum miðli fyrir sig getur verið góð leið til að koma sér af stað í að vita hvaða markaðsefni fær betri dreifni og hvað ekki. Instagram algríminn líkar sem dæmi mjög vel við myndbönd sem tekin eru upp í lóðréttum hlutföllum, þar sem mikil þátttaka er (engagement), notað „creative tools“ í Instagram (texti, filter eða camera effect) og tónlist frá Instagram tónlistarbankanum eða upprunalegt hljóð frá viðkomandi eða frá öðrum sem er inn í Reels. Hinsvegar gæti algorithminn minnkað dreifni á þínu efni ef myndbandið er í lélegum gæðum, með myndmerki (logo) eins og t.d. Tiktok logoinu eða ef meirihluti skjásins er með texta… svo fáein dæmi séu tekin.
Það er orðið augljóst að stutt myndbönd er ekki „trend“ sem dettur út auðveldlega heldur virðist það ætla að þróast enn frekar ef eitthvað er, t.d. ef við skoðum bara þróunina frá Vine yfir í hvernig Snapchat, Tiktok og Instagram Reels hafa þróað sína miðla.
Ef við höldum áfram með fókus á þessa tvo valmöguleika sem miðil, hvor þeirra mun skila betri árangri út frá ROI (Return on investment)? Í rannsókn sem Hubspot tók á markaðsfólki víðsvegar um heiminn svöruðu 18% því að Instagram væri sá vettvangur sem skilaði þeim mestu ROI og lenti þar af leiðandi í 2 sæti meðan að Tiktok lenti í fjórða sæti með 12%, sem gefur góða vísbendingu um hraðan vöxt Tiktok.
Creatopy gerði mjög áhugaverða rannsókn á hvernig frammistaða sömu auglýsinga með sömu mælikvörðum yrði hjá Tiktok annars vegar og í Reels hins vegar. Niðurstaðan var sú að Reels átti afgerandi sigur á mörgum sviðum, t.d. með tvöfalt betri dekkun (reach) og töluvert lægri kostnaði á smellinn (CPC) ásamt fleiru. Ég set þó spurningamerki við aldurshópinn í þessari rannsókn þar sem hann var 25-44 ára. Úrtakið gefur því til kynna að þar hefur algríminn hjá Instagram úr stærri hópi að moða, en ég hefði viljað sjá aldurshópinn breiðari fyrir marktækari niðurstöðu þar sem Tiktok er með mun betri dekkun á yngri aldurshópi.
Líkt og það er ekki mælt með að framleiða eina stærð og útgáfu af auglýsingu á alla miðla, innlenda miðla og samfélagsmiðla, þá má heldur ekki líta á samfélagsmiðla sem einn miðil í heild sinni og þar dugi að framleiða eina stærð eða tegund af markaðsefni sem á að passa í öll plássin.
Líta þarf til hvers samfélagsmiðils fyrir sig og hvernig andrúmsloftið og neytendahegðun er á viðeigandi miðil upp á að gera viðeigandi og farsælt markaðsefni.
Tiktok er staður til að vera frumlegur, skemmtilegur og skapa efni sem fólk hefur áhuga á að uppgötva. Þannig að þegar búið er til markaðsefni á Tiktok þarf að taka tillit til þeirra þátta sem gerir þann miðil vinsælan meðal notenda.
Notendur Instagram eru hinsvegar vanir að sjá markaðsefni í Instagram umhverfinu og því frekari likur á að þeir taki þátt eða bregðist við þeim á þeim miðli því andrúmsloftið þar er annað.
Ábending:
1) Það er ágæt leið á að byrja á að skrifa niður markhópa vörunnar/þjónustunnar sem þú hefur uppá að bjóða.
2) Næst skaltu flokka þá markhópa niður á hvaða miðla þú telur viðkomandi markhóp vera með viðveru á, hvort sem það eru innlendir eða erlendir miðlar.
3) Þar næst skaltu skoða hvaða markaðsefni þú hefur í höndunum og hvort eða hvernig þú getur látið það efni passa inn á viðkomandi miðil.