UMSKIPTI ÚR UNIVERSAL ANALYTICS (UA) YFIR Í GOOGLE ANALYTICS 4 (GA4)

UMSKIPTI ÚR UNIVERSAL ANALYTICS (UA) YFIR Í GOOGLE ANALYTICS 4 (GA4)

Landslag stafræns markaðsstarfs er í stöðugum vexti og því er mikilvægt að fylgjast vel með þeim tæknilegu breytingum og framförum sem geta aðstoðað við skilning okkar á neytendahegðun. Í þessu sambandi gegnir Google Analytics lykilhlutverki í að veita fyrirtækjum innsýn í hegðun viðskiptavina sinna. Nýlega hefur Google gefið út nýja útgáfu - Google Analytics 4 (GA4) sem kemur í stað Universal Analytics (UA), eða Google Analytics eins og það er betur þekkt sem, og gögn munu hætta að streyma inn í Universal Analytics frá og með 1. júlí. 


Ef þú hefur ekki klárað yfirfærslu nú þegar, þá er ekki seinna vænna að ganga í það. Þú getur haft samband við sérfræðinga SAHARA
HÉR sem ganga í málið með þér.


Hér að neðan munum við fara yfir mikilvægi þess að færa sig yfir í GA4 frá Universal Analytics og helsta muninn á milli þeirra. Við munum einnig fjalla um nokkrar af algengustu spurningunum um þessa breytingu.


LYKILBREYTINGAR Á MILLI UA OG GA4


1. SAMRÆMDAR MÆLINGAR Á MILLI KERFA: 

Ólíkt UA gerir GA4 þér kleift að mæla snertingar í gegnum forrit og vefsíðu allt á einum stað, sem auðveldar skilning á vegferð viðskiptavinarins og leyfir þér að hagræða markaðsstarfi þínu í samræmi við það.


2. PERSÓNUVERNDARMIÐUÐ RAKNING: 

GA4 er byggt með framtíð án vafrakaka frá þriðja aðila í huga. Kerfið reiðir sig meira á gervigreind (e. machine learning) til að fylla í eyðurnar í gögnum vegna aukinna takmarkanna í gagnasöfnun, sem er nálgun meira í samræmi við GDPR leiðbeiningar.


3. ATBURÐATENGDAR MÆLINGAR: 

GA4 leggur mikla áherslu á atburðatengda mælingu (e. event-based tracking) í stað mælinga tengdum heimsóknum (e. session-based tracking). Þessi breyting leiðir til dýpri skilnings á snertingu notenda á vefsíðunni þinni eða appi. 


4. ENDURBÆTT SKÝRSLUGERÐ: 

GA4 veitir sveigjanlegri og ítarlegri skýrslugerð. Þessi breyting gerir þér kleift að sérsníða mælikvarða í skýrslunum þínum og býður upp á háþróaða greiningartækni sem einfaldar notendum að sjá hvernig hegðun neytenda í gegnum kaupferlið er svo hægt sé að bregðast hratt og örugglega við með nauðsynlegum breytingum.


5. FORSPÁRMÆLINGAR: 

Með notkun gervigreindar býður GA4 upp á forspármælingar líkt og hugsanlegar tekjur frá ákveðnum viðskiptavinahópum sem getur einfaldað ákvarðanatöku varðandi markaðsagðerðir framtíðarinnar byggðar á gagnasöfnun um neytendur.


ALGENGAR SPURNINGAR VARÐANDI GA4


1.  Hvað gerist við gögnin mín í UA þegir að ég færi mig yfir í GA4?

Gögnin þín í UA verða þér sýnileg og aðgengileg. Hinsvegar mun GA4 ekki færa söguleg gögn frá UA þar sem að GA4 og UA vinna sem aðskilin kerfi. Greining gagna í GA4 er einnig mjög frábrugðin Universal Analytics og því þau oft ekki sambærileg á milli.


2. Hvernig sér GA4 um friðhelgi notenda?

GA4 leggur áherslu á friðhelgi notenda og býður notendum upp á meiri stjórn á sínum gögnum. GA4 nýtir síðan gervigreind til að fylla í eyðurnar í samræmi við auknar persónuverndartakmarkanir.


3. Hvað er atburðartengd mæling (e. event-based tracking) í GA4?

Atburðartengd mæling leyfir þér að sjá einstaka snertingar sem notandi hefur átt við þína vefsíðu eða app, líkt og að ýta á hnapp eða að klára kaup.


4. Er GA4 samhæft við GDPR og önnur persónuverndarlög?

Já, GA4 er hannað með persónuverndarlög og GDPR í huga. Það veitir meiri sveigjanleika við gagnaöflun og vinnslu í samræmi við þessi lög. Það þarf þó að hafa í huga að staðlaðar stillingar GA4 eru ekki samkvæmt GDPR lögum og því þarf að tryggja rétta uppsetningu.


5. Get ég notað Universal Analytics og GA4 samtímis?

Já, það er mælt með því að keyra á bæði UA og GA4 samtímis á meðan breytingin á sér stað til að forðast tap á gögnum. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að frá og með 1. Júlí hættir Google að senda gögn til Universal Analytics?


6. Er einhver auka kostnaður sem fylgir því að nota GA4?

Nei. GA4, líkt og UA, er frítt tól sem Google býður upp á


7. Hvernig nýtast forspársmælingar GA4 mínu fyrirtæki?

Forspársmælingar geta t.d. spáð fyrir um hugsanlegar tekjur frá tilteknum viðskiptavinahópi, sem hjálpar þér að stýra markaðsstarfi þínu á skilvirkari hátt.

8. Af hverju býður GA4 ekki upp á að sjá brotthvarfshlutfall (e. bounce rate)?

GA4 er meira atburða-og athafnamiðað. Í stað brotthvarfshlutfalls notar það “engagement rate” mælikvarða, sem passar betur við nýja kerfið. Það er þó hægt að setja upp brotthvarfshlutfall í GA4 ef það telst nauðsynlegt.


9. Mun GA4 taka við af Universal Analytics?

Já, GA4 mun koma til með að taka við af Universal Analytics. Gögn munu hætta að streyma inn í Universal Analytics þann 1. júlí 2023, þannig að mælt er með því að byrja að undirbúa þessa breytingu og setja upp GA4 eins fljótt og auðið er.



Þessi umbreyting frá UA yfir í GA4 markar verulega breytingu á því hvernig fyrirtæki lesa í neytendur. Með samræmdum mælingum, aukinni áherslu á persónuvernd og bættri skýrslugerð  veitir GA4 fyrirtækjum þau tól sem þau þurfa til taka upplýstar ákvarðanir.


Að lokum er vert að ítreka að uppfærslan í GA4 er ekki aðeins nauðsynleg heldur er hún einnig gagnleg fyrir fyrirtæki. Nýja kerfið vinnur í samræmi við breytt markaðslandslag og persónuvernd og tryggir að greiningaraðferðar þínar séu framtíðarheltar (e. future-proof). Með því að skilja og innleiða GA4 geta fyrirtæki nýtt eiginleika þess til að öðlast dýpri innsýn í hegðun notenda, bætt markaðsaðgerðir og ýtt undir vöxt fyrirtækisins.

 



Share by: