Við bjóðum upp á alhliða þjónustu í stafrænni markaðssetningu fyrir öll fyrirtæki og sérfræðingar okkar búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á því sviði.
Með okkar hjálp getur þitt fyrirtæki náð markmiðum sínum á einfaldan og öruggan hátt.
Sem stafræn auglýsingastofa leggjum við fyrst og fremst áherslu á stafræna miðla.
Engu að síður notum við einnig hefðbundnari markaðsaðferðir þar sem við á til að tryggja hámarksárangur. Við bjóðum upp á mikið úrval sérsniðinna markaðsleiða og aðlögum okkur að þörfum hvers viðskiptavinar.
SAHARA heldur utan um virkni fyrirtækja á samfélagsmiðlum og Google. Við mótum skýra stefnu og áætlun fyrir hvert og eitt fyrirtæki, tökum að okkur efnissköpun og sjáum um birtingar, kostanir og samantektir.
SAHARA hefur um árabil framleitt auglýsingar og myndbönd sem vekja athygli á stafrænum miðlum þar sem fersk hugmyndasmíð fléttast saman við flottar útfærslur í mynd og hljóði, hreyfihönnun og áherslugrafík.
Hjá SAHARA gerum við hraðar, notendavænar vefsíður sem eru hannaðar með tilliti til leitarvélabestunar og virka í öllum snjalltækjum. Gerð spjallmenna er í örum vexti hjá okkur enda mörg tækifæri og óþrjótandi möguleikar þar í boði.
Hjá SAHARA starfa færir grafískir hönnuðir, margmiðlunarhönnuðir og textasmiðir. Við leggjum áherslu á að hvert fyrirtæki eða vörumerki sé með rödd og útlit sem hæfir því og tökum að okkur að móta ímynd þess frá A til Ö.
SAHARA heldur utan um virkni fyrirtækja á öllum gerðum samfélagsmiðla. Við mótum skýra stefnu og áætlun fyrir hvert og eitt fyrirtæki, tökum að okkur efnissköpun og sjáum um birtingar, kostanir og samantektir.
SAHARA býður upp á alhliða birtingaþjónustu þar sem við tryggjum þínum skilaboðunum rétta boðleið til markhópsins með sem lægstum tilkostnaði. Ráðgjöf, birtingaáætlanir, greiningar og gögn. Fagleg og hagstæð nálgun.
Hvort sem verkefnið er innan lands eða utan, stórt sem eða smátt erum við hér til að aðstoða þitt fyrirtæki að ná settu markmiði.
Sahara er í hópi þeirra 3% sem hafa hlotið viðurkenninguna Premier Partner frá Google, ein af tveimur stofum á Íslandi.
Viðurkenningin er veitt fyrir að hámarka árangur í herferðum fyrir viðskiptavini, auka vöxt viðskiptavina og með því sýna fram á færni og sérfræðikunnáttu í Google Ads.
Hjá Sahara starfa sérfræðingar sem hafa brennandi áhuga á því sem þau starfa við og leggja kapp við að ná árangri fyrir viðskiptavini. Metnaðurinn innanhús hefur skilað sér i fjölda verðlauna sem við erum stolt af.
Við erum af stolt af því að vera vottaður "Great Place To Work" vinnustaður, sem er einn helsti mælikvarðinn á starfsánægju starfsmanna í Evrópu.
Vottunin er alfarið byggð á svörum starfsfólks okkar um þeirra upplifun af vinnustaðnum.
“Great Place to Work” er alþjóðlega viðurkennd vottun og setur viðmiðið fyrir framúrskarandi starfsánægju starfsfólks víða um heim.
Það er mikið um að vera hjá sérfræðingum Sahara, hvort sem það eru jákvæðar fréttir af starfsemi fyrirtækisins, viðurkenningar fyrir árangur sem við höfum náð með viðskiptavinum okkar eða sérfræðiálit þegar kemur að stafrænni markaðssetningu.
Sahara Academy er skóli í stafrænni markaðssetningu sem kennir jöfnum höndum fræðilega þekkingu og verklega færni í faginu. Nemendur læra að setja upp herferðir og mæla árangur þeirra í auglýsingakerfum miðla eins og Facebook, Instagram, Google og Youtube, og glíma við raunveruleg verkefni fyrir alvöru viðskiptavini.
Skólinn er sjö vikna nám undir handleiðslu skólastjóra og sérfræðinga Sahara. Í gegnum námið munu nemendur takast á við fjölbreytt próf á vegum skólans auk þess að gangast undir próf frá Meta og Google sem vottar þau sem sérfræðinga í faginu.