Nú þegar ferðaiðnaðurinn er að vakna til lífsins á ný eins og sést hefur á gífurlegri aukningu ferðamanna til landsins og er að eiga ótrúlega endurkomu hafa fyrirtæki í iðnaðinum gullið tækifæri til að nýta sér nýja strauma og árangursríkar markaðsaðferðir til að laða að og vekja áhuga ferðalanga. Hér munum við fara yfir nokkrar af mikilvægustu markaðsstefnum ferðaþjónustunnar og leiða ykkur í gegnum ýmsar aðferðir til að hjálpa þér að laða að og ná í hugsanlega viðskiptavini.
Þó að utanlandsferðir séu nauðsynlegar er mikilvægt að muna eftir þeim frábæru tækifærum sem staðbundin ferðaþjónusta býður upp á. Samkvæmt Ferðamálastofu voru það 83% landsmanna sem ferðuðust innanlands árið 2022 og á sama tíma var heildarfjöldi erlendra ferðamanna til Íslands um 1,7 milljón það ár. Spáð fyrir um að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands árið 2023. Tækifærin eru því gríðarleg og með því að sérsníða markaðssetningu þína til að laða að og vekja áhuga ferðamanna sem eru nú þegar staddir á landinu getur þú náð til fjölda hugsanlegra viðskiptavina.
Ferðamenn í dag erum í auknum mæli hvattir áfram af siðferði sínu og sækjast eftir upplifunum sem gagnast samfélögum og velja að styðja við fyrirtæki sem er umhugað um umhverfið. Ef fyrirtæki þitt deilir þessum gildum getur það haft veruleg áhrif á val neytenda. Með því að taka mið af þessum gildum ferðalanga getur það hjálpað þér að greina þig frá samkeppnisaðilum. Þú getur til dæmis náð þessu með því að sýna fjölbreytileika starfsfólks þíns eða með því að leggja áherslu á vistvæna starfshætti.
Sérsníðing er ekki lengur bara ein af mögulegum leiðum markaðssetningar í ferðaiðnaðinum; það er skylda. Ferðamenn vilja einstaka upplifun alveg frá því að þeir sjá vörumerkið þitt í fyrsta sinn þar til löngu eftir að ferð þeirra lýkur. Með því að sérsníða markaðsskilaboðin á hverjum snertipunkti getur þú aukið hlutfall kaupa, ýtt undir sölu og stuðlað að tryggð viðskiptavina.
Ef það er eitthvað sem mun breyta leiknum þegar kemur að því að ná til blómstrandi ferðamannaiðnaðsins sem er nú þegar á staðnum er það landfræðileg miðun. Með því að nota landskyggnitækni (e. geofencing) er hægt að fanga athygli þeirra sem eru á svæðinu og upplýst þá um allt sem hægt er að gera í nágrenninu. Til þess að hámarka árangur markaðsstarfs þíns skaltu einbeita þér að ákveðnum stöðum eða hópum fólks.
Ferðalög geta verið tilfinninga mikil upplifun og með notkun myndbanda í auglýsingar er hægt að vinna með þessar tilfinningar. Gerðu grípandi myndbönd sem segja spennandi sögur og sýna einstaka upplifun vörumerkisins þíns.
Það eru nokkrar leiðir til að kynna vörumerkið þitt fyrir markhópnum þínum. Einn valkosturinn er í gegnum sjónvarp, snjallsjónvörp (e. connected tv, ctv) sem gerir þér kleift að gefa út gagnvirkt myndbandsefni sem fangar og heldur athygli áhorfenda. Annar valkostur er í gegnum notenda-framleitt efni (e. user generated content, UGC), sem hefur orðið sífellt vinsælli leið þökk sé tilkomu þeirra miðla sem leggja áherslu á stutt myndbönd. Þessir vettvangar veita efnishöfundum rými til að deila skoðunum sínum á ýmsum vörum og þjónustu, sem gerir UGC að verðmætri auðlind fyrir neytendur sem leita að ósíuðum vöruumsögnum.
Í dag eru um það bil 70% allra neytenda sem treysta á UGC umsagnir eða einkunnir áður en þeir taka ákvörðun um kaup. Þetta traust á UGC á rætur að rekja til meðfædds traust okkar á munnmælum (e. word-of-mouth), fyrirbæri sem hefur færst yfir á stafræna sviðið á óaðfinnanlegan hátt, sem gerir það auðveldara en nokkru sinni fyrr að deila og sækja í áreiðanlega innsýn.
Sjónrænt aðdráttarafl skiptir öllu máli í ferðageiranum. Búðu til auglýsingar sem eru töfrandi fyrir augun og fanga athygli markhóps þíns með því að sýna fallega staði eða ótrúlega hluti sem þeir vilja upplifa. Hafðu skilaboðin þannig að þau muni strax vekja áhuga, forvitni eða tilfinningaleg viðbrögð sem leiða til þátttöku eða sölu.
Samhengisauglýsingar geta verið öflugt tæki til að ná til ferðamanna sem eru tilbúnir að ferðast. Með því að birta auglýsingar byggðar á vinsælum leitarorðum, innihaldi vefsíðu og annarra viðeigandi upplýsinga geturu náð til fólks með rétt hugarfar og einfalt er að breyta í viðskiptavini. Til dæmis, upplýsingar eins og “Hlutir sem hægt er að gera með fjölskyldunni á Norðurlandi” geta hjálpað þér að ná til fólks sem hefur áhuga á að ferðast þangað.
Það er mjög mikilvægt að skilaboð þín til mögulegra viðskiptavina séu skýr og gefa sterklega til kynna hvers vegna þau ættu að velja vörumerkið þitt. Leggðu því áherslu á það sem sker þig frá keppinautum þínum. Til dæmis er það hægt með því að deila jákvæðum umsögnum viðskiptavina frá síðum eins og TripAdvisor eða með því að leggja áherslu á endurbókunarstefnu, getur það gefið gestum skýran skilning á einstökum gildum fyrirtækisins.
Jákvæð almannatengsl (PR) eru öflugt tæki til þess að koma á sterkri nærveru vörumerkis þíns og mynda tengsl við við hugsanlega viðskiptavini. Með því að stjórna ímynd vörumerkis þíns og nýta jákvæðar PR-aðferðir getur þú aukið umfang þitt, vörumerkjavitund og stuðlað að mikilvægum tengslum við markhópinn þinn. Að auki getur þú einnig nýtt þér fjölmiðla starfsemi þína til þess að ýta undir þátttöku og smelli á lægri kostnaði fyrir fyrirtækið.