Leynast ónýtt tækifæri í LinkedIn?

LinkedIn hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu misseri en allt frá byrjun árs 2018 hefur verið töluvert rætt um að LinkedIn sé á barmi þess að „meika“ það. Á Social Media Marketing World 2018 töluðu sérfræðingar um tækifærin sem leynast í þessum miðli, sérstaklega fyrir fyrirtæki sem eru í B2B markaðssetningu en einnig fyrir einstaklinga sem vilja koma sér betur á framfæri og byggja upp sterkt tengslanet á öðru stigi en þeir gera t.d. á Facebook. Þá voru margir af þekktari fyrirlesurum farnir að færa sig frá miðlum eins og Twitter og yfir á LinkedIn og sýndu áhugaverð dæmi um vaxtarmöguleika.

Sjálfur hef ég verið á LinkedIn í töluverðan tíma og hef orðið var við þessa þróun heima á Íslandi. Mun fleiri einstaklingar eru farnir að stofna sér aðgang og virknin er orðin umtalsvert meiri þegar maður horfir til svörunar á færslum hjá einstaklingum sem eru virkir.

En ástæðan fyrir því að fyrirtæki eru farin að skoða þennan möguleika nánar eru nokkrar. Ein þeirra er að í kringum það leyti sem náttúruleg dreifing (e. organic) var að minnka hjá Facebook fóru fyrirtæki að skoða LinkedIn sem valkost til að koma sínu efni í dreifingu á ódýrari hátt. Önnur er að targeting möguleikar í auglýsingum eru öðruvísi hjá LinkedIn en hjá Facebook, en á LinkedIn er hægt að ná til einstaklinga út frá; fyrirtæki sem þeir starfa hjá, starfstitlum og fleira, eitthvað sem hentar eintaklega vel fyrir fyrirtæki sem eru í B2B markaðssetningu.

Undanfarið hefur LinkedIn svo verið að senda frá sér tilkynningar þar sem greint er frá því að verið sé að vinna í því að bæta auglýsingamöguleika á miðlinum fyrir fyrirtæki.

  • Targeting út frá áhugamálum notenda – einstaklingar sem hafa áhuga á t.d. á „business and management“.
  • Lookalike targeting – einstaklingar sem svipa til þeirra sem versla nú þegar við fyrirtækið, sem dæmi.

Fyrirtæki geta nú þegar auglýst með eftirfarandi hætti (nokkur dæmi):

  • Targeting fyrirtæki : Company Industry, Company Size, Company Name, Company Followers
  • Targeting lýðfræði: Member Age, Member Gender
  • Targeting starfsreynsla: Job Function, Job Title, Member Skills, Years of Experience.

LinkedIn á þó smá í land hvað varðar auglýsingar í samanburði við Facebook og Google, en með því að bæta LinkedIn við aðgerðarplanið opnast á tækifæri sem geta nýst fyrirtækjum vel og þau náð til einstaklinga sem fram til þessa hefur reynst erfiðara að ná til. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að kostnaður við auglýsingar á LinkedIn er nokkuð hærri en á þeim miðlum sem nefndir eru hér að ofan og auglýsingar með íslenskum texta í færslum eiga til að vera stöðvaðar þar sem tungumálið er óþekkt hjá LinkedIn, en það eru leiðir fram hjá því.

Í nóvember 2018 stóð Digiday fyrir könnun meðal 290 einstaklinga sem kaupa auglýsingar á LinkedIn. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar en 42% þeirra sem tóku þátt sáu fyrir sér að auka auglýsingafé sem lagt er til miðilsins árið 2019, 47% reikna með að halda því óbreyttu milli ára og 11% reikna með að minnka auglýsingaféð.

Þó svo að miðillinn sé enn að þróast hér heima þá erum við hjá SAHARA komin með góða reynslu að nýta hann í auglýsingaherferðir þeirra fyrirtækja sem þess þurfa. Það verður því áhugavert að fylgjast með framþróun miðilsins og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér hann með enn betri hætti.

SIGURÐUR SVANSSON
Co-Founder & Head of Digital
Follow | LinkedIn | Instagram

Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.