Íslenskir Instagram & Snapchat Stickers!

Instagram er orðið viðurkennt markaðstól fyrir fyrirtæki og þá er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum enda mikið um nýjungar að koma inn hjá þessum vinsæla samfélagsmiðli. Þið sem hafið fylgst með okkur hjá SAHARA síðustu vikur og mánuði hafið eflaust verið vör við reglulegan fréttaflutning af uppfærslum á Instagram.

Við hjá SAHARA höfum átt góðar samræður okkar á milli að það vanti íslenska límmiða (e.stickers) þegar kemur á því að skreyta Instagram Story og Snapchat innslögin hjá SAHARA og þeim fyrirtækjum sem eru í þjónustu hjá okkur.

Við tókum þetta því í okkar hendur og höfum við nú hlaðið inn fjölda íslenskra límmiða í GIF bankann.

Að sjálfsögðu tekur það sinn tíma að koma öllum þeim hugmyndum inn sem við erum með, en hér fyrir neðan má finna brot af því sem er komið inn.

  • Brostu
  • Pollagallakall
  • Nei
  • Haettu!
  • Takk fyrir
  • Njota
  • Íslensku dagarnir: Manudagur, Laugardagur, Sunnudagur o.s.frv.
  • Olifa
  • …. og fleira!

Ef þú hefur áhuga á að koma þínu fyrirtæki á framfæri með þessum hætti, ekki hika við að senda okkur línu! Þangað til næst, njótið, smellið í story og fylgist með okkur, því það er stutt í  næsta GIF-banka.