Hvað segir Google okkur um Íslendinga í ár?

Ég ákvað að spyrja Google hverju landsmenn leituðu mest að á árinu og skipti niður í nokkra flokka. Að þessu sinni skoða ég jólamat, íslenskt tónlistarfólk, veitingastaði, skyndibitastaði, matvöru og verslunarmiðstöðvar.*

Hvað er í jólamatinn?

Jólin eru handan við hornið og margir farnir að huga að jólamatnum. Vinsælasti maturinn á aðfangadagskvöld á Íslandi hefur í mörg ár verið hamborgarhryggur og hangikjöt vinsælast að kvöldi jóladags. Hér að neðan má sjá vinsældalistann miðað við fjölda leita á Google í desember í fyrra:

1.   Hamborgarhryggur (13.500)

2.   (Beef) Wellington (3.400)

3.   Hangikjöt (2.400)

4.   Kalkúnn (2.400)

5.   Rjúpa (1.900)

6.   Humar (1.900)

7.   Lambalæri (1.300)

8.   Önd (390)

Hvaða tónlistarfólk var mest gúgglað?

Auður og Herra Hnetusmjör deila með sér efsta sæti á listanum með að meðaltali 1.300 leitir á mánuði hvor. Fast á hæla þeirra í öðru sæti koma Björk og Of Monsters and Men með 1.000 hvor. Þriðja sætinu deila fjórir með sér með 720 leitir á mánuði að meðaltali: Baggalútur, Friðrik Ómar, GDRN og Kaleo. Dreifingin er misjöfn yfir árið, Baggalútur var t.d. gúgglaður 2.900 sinnum í desember í fyrra en „bara“ 320 sinnum í apríl, maí og júlí. Árlegir jólatónleikar sveitarinnar hafa eflaust sitt að segja í því.

1.   Auður og Herra Hnetusmjör (1.300)

2.   Björk og Of Monsters and Men (1.000)

3.   Baggalútur, Friðrik Ómar, GDRN og Kaleo (720)

4.   Björgvin Halldórsson, Jón Jónsson, Páll Óskar og Vök (590)

5.   Friðrik Dór, Króli, Ólafur Arnalds og Salka Sól (480)

Vinsælustu veitingastaðirnir

Mest var leitað að veitingastöðum á listanum í febrúar (Food&Fun) en minnst í apríl 2019 en dreifingin er jafnari yfir árið en í hinum flokkunum. Grillmarkaðurinn og Sæta svínið tróna jafnir á toppnum og Reykjavík Meat er í öðru sæti. Þriðja sætinu deila Icelandic Street Food og Matarkjallarinn. Þessir staðir voru gúgglaðir 1.000 sinnum eða oftar á mánuði:

1.   Grillmarkaðurinn og Sæta svínið (3.600)

2.   Reykjavik Meat (2.900)

3.   Icelandic Street Food og Matarkjallarinn (1.900)

4.   Messinn (1.600)

5.   Fiskmarkaðurinn og Forréttabarinn (1.300)

6.   Kopar og Rok Restaurant (1.000)

Skyndibiti

Dominos hefur lengi verið vinsælasti skyndibiti landsins og það átti líka við á Google undanfarið ár, en pizzastaðurinn var margfalt vinsælli á leitarvélinni en næstu staðir á eftir. Eftirfarandi staðir voru gúgglaðir a.m.k. þúsund sinnum á mánuði undanfarið ár:

1.   Dominos (22.200)

2.   Eldsmiðjan og Tokyo Sushi (5.400)

3.   KFC, Subway og Pizzan (4.400)

4.   American Style (3.600)

5.   Hamborgarafabrikkan og Serrano (2.900)

6.   Hamborgarabúllan og Nings (2.400)

7.   Hlöllabátar og Local (1.600)

8.   Fresco (1.000)

9.   Grill 66 (1.000)

Matvara og verslunarmiðstöðvar

Kringlan er efst á þessum lista og Smáralind í öðru sæti. Þar á eftir raðast stærstu matvöruverslanirnar Hagkaup, Bónus, Krónan og Costco. Langmest er leitað að þessum verslunum og verslanamiðstöðvum í desember. Listinn er svona:

1.   Kringlan (18.100)

2.   Smáralind (14.800)

3.   Hagkaup (12.100)

4.   Bónus (9.900)

5.   Krónan og Costco (8.100)

6.   Nettó (5.400)

7.   Fjarðarkaup (2.400)

8.   Glerártorg (1.900)

9.   Laugavegur (1.600)

* Um er að ræða óvísindalega könnun með leitarorðatóli Google. Mögulegt er að einhver atriði vanti á listana. Stundum leitar fólk að því sama á ólíkan hátt, t.d. Raggi Bjarna eða Ragnar Bjarnason. Ekki var tekið tillit til allra mögulegra ólíkra útgáfna af því sama, sbr. fyrrnefnt dæmi.

Höfundur
Davíð Lúther Sigurðarson

Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.