Hugtök í heimi samfélagsmiðla

Lykilmælikvarðar | Key Performance Indicator (KPI)

Lykilmælikvarðar eru mikilvægt tól þegar kemur að greiningu og markmiðasetningu í stafrænni markaðssetningu. Lykilmælikvarðarnir geta verið ýmis konar mælikvarðar eins og CTA, PPC, CPA og svo framvegis. Það er undir þér komið sem markaðsstjóri að finna þína mælikvarða og ákveða hverjir eru þér mikilvægastir.

Kostnaður Per Kaup | Cost Per Acquisition (CPA)

Þetta er mælikvarði sem notaður er til að finna út hversu mikið það kostar að ná inn nýjum viðskiptavin. Þessa tölu er hægt að finna með því að deila heildarkostnaði á herferðinni í heildartölu kaupa út frá herferðinni.

“Líkinda”markhópur | Lookalike Audience

Líkindamarkhópur eða Lookalike Audience er þegar markhópur er tekinn og búinn til markhópur sem hefur sýnt svipaða hegðun á miðlum og kjarnahópurinn. Til að mynda fylgjendur síðu, vefsíðuheimsóknir, svaranir færslna og fleira.

A/B Prófanir | A/B Split Testing

Þegar fyrirtæki eru með nokkrar mismunandi útgáfur af auglýsingu og þannig sjá hvaða auglýsing er að ná hvað bestri svörun.

CPI – Cost Per Impression

Kostnaður fyrir hverja birtingu. Þetta er það verð sem auglýsandinn greiðir fyrir hverja birtingu. 

Framköllun og umsjón sölutækifæra | Lead Generation/Lead Magnet/Lead Nurturing 

Framköllun sölutækifæra – Lead Generation/Lead Magnet – er þegar fyrirtæki reynir að ná athygli neytenda og hefja samskipti á milli fyrirtækisins og neytandans. Lead Magnet er þegar fyrirtæki nýtir sér gjafir, happdrætti og/eða gjafaleiki gegn því að gefa upp netfangið þitt svo fyrirtækið geti haft samband við þig. Þegar þú hefur gefið upp netfang eða símanúmerið þitt til fyrirtækisins ert þú orðin að sölutækifæri og þá hefst umsjónin – Lead nurturing. 

Tíðni smella | Click Through Rate (CTR)

Tíðni smella er sá mælikvarði sem segir til um hversu margir af heildarfjölda þeirra sem sjá auglýsinguna, smella á auglýsinguna. Tíðni smella er reiknuð með því að deila heildarfjölda þeirra sem að smelltu á auglýsinguna í heildarfjölda þeirra sem að heimsóttu vefsíðuna, sáu tiltekna auglýsingu eða skoðuðu opnuðu tölvupóst.

Virkni hlufall | Engagement Rate 

Hvort sem það sé frétt, blogg, Facebook færsla eða auglýsing á samfélagsmiðlum þá hefur þetta allt mælanlega virkni neytendans. Þegar talað er um hlutfall á virkni – Engagement Rate – er talað um hversu margir af þeim sem sáu auglýsinguna gerðu eitthvað við hana. Þá er hægt að tala um eins og, að smella like á Instagram auglýsingu, er mælt sem virkni – Engagement.

Endurmarkaðssetning | Remarketing

Endurmarkaðssetning virkar á þann hátt að ef neytandi hefur hætt við kaup á vöru þá verður sá einstaklingur minntur á þá vöru eða svipaða vöru í formi auglýsingar á Facebook síðu einstaklings. Gott er fyrir fyrirtæki að skoða vel og vandlega hvort að auglýsingin sé að virka á þann markhóp sem verið er að ná til en það er hægt að sjá á stjórnborði á Facebook.

Viðeigandi- og Gæðagildi auglýsinga | Relevancy & Quality Score

Þegar fyrirtæki auglýsa á auglýsingavettvangi Facebook fá auglýsingarnar viðeigandagildi – Relevancy Score – og er þá átt við um hversu viðeigandi er auglýsingin fyrir neytendanum. Facebook gefur þér þetta gildi til að sýna þér hversu vel þú ert að ná að markaðssetja til þíns markhóps.
Á auglýsingavettvangi Google er að finna sömu hugtök. Þar fá fyrirtæki gæðagildi á hverja auglýsingu fyrir hversu viðeigandi leitarniðurstöðurnar eru miðað við þín gildi á auglýsingunni.
Það er margt sem hefur áhrif á gæðagildi auglýsingar og er því mikilvægt að fylgjast með gæðagildinu og sjá hvernig þú getur bætt auglýsingarnar þínar til að ná betur til þíns markhóps.

Fyrirtæki til fyrirtækis | Business to Business (B2B)

Þetta hugtak á við þau fyrirtæki sem eru á fyrirtækjamarkaði. Þetta eru fyrirtæki eins og birgjar og heildsölur.

Fyrirtæki á Neytendamarkaði | Business to Consumer (B2C)

Þetta hugtak á við þau fyrirtæki sem eru á neytendamarkaði. Þar að segja endasala þeirra fer til neytandans.

Beinandi svörun | Call To Action (CTA)

Beinandi svörun (e. Call to Action) er þegar auglýsingin er með skýr skilaboð um hvað neytandinn á að gera. Sem dæmi á vefborða stendur ,,Smelltu á fyrir frekari upplýsingar“ því það eykur líkurnar á að neytandinn smelli á borðann.

Kaupendagreining | Buyer Persona

Það er mikilvægt að vita hverjir kaupendur þínir eru og síðan gera góða greiningu á þeim. Þessi greining ætti að skila þér breytum eins og hver kjarnaaldurshópurinn sé, hvar hann er búsettur, hvaða áhugamál og svo lengi mætti áfram telja. Viti fyrirtæki á hvaða markhóp þarf að miða markaðssefninu getur það skilað skilvirkari og ódýrari auglýsingaherferðum.

Pixel

Pixel er bútur af kóða sem þarf að setja í hausinn á vefsíðu svo hægt sé að elta fótspor neytenda og endurmarkaðssetja til þeirra. Facebook Pixel er mjög þekktur kóði til þess að setja á vefsíðu, þar sem það gefur þér möguleikann á að endurmarkaðssetja á Facebook og Instagram til allra þeirra sem hafa skoðað vefsíðuna þína nýlega. 

Thank You Page

Þetta er sérstök lendingarsíða sem viðskiptavinir enda á þegar þeir hafa staðfest kaup á þjónustu eða skráð sig sem dæmi. Með því að láta alla þá sem staðfesta kaup enda á sérstakri lendingarsíðu sem þakkar fyrir viðskiptin getur þú sett þau í sér markhóp á Facebook auglýsingavettvanginum þar sem þau geta verið merkt sem núverandi viðskiptavinir.

Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.