Facebook setur öryggið á oddinn

Allt frá stofnun Facebook árið 2004 hefur miðillinn lagt hvað mesta áherslu á að notendur deili persónulegum upplýsingum með öðrum notendum miðilsins svo úr verði stór og opinn samfélagsmiðlaheimur.
Samkvæmt nýjustu færslu stofnanda og framkvæmdastjóra Facebook, Mark Zuckerberg, gæti þó áherslubreyting verið framundan.
„Þegar ég hugsa um framtíð veraldarvefsins, þá trúi ég að samskiptamiðlar sem leggja áherslu á gagnaleynd verði mikilvægari en þeir opnu miðlar sem við notumst við í dag.“ skrifaði Zuckerberg en rauði þráður færslunnar var öryggismál, dulkóðun og gagnaleynd.

Í því samhengi ræddi Zuckerberg þá hugmynd að sameina samskiptamöguleika þriggja vinsælustu samskiptaforrita fyrirtækisins: Messenger, Instagram og WhatsApp. Sú sameining yrði gerð með gagnaleynd að leiðarljósi og væri skilaboðum þannig eytt eftir ákveðinn tíma.

Bersýnilega er Facebook að verða við auknum kröfum notenda þegar kemur að meðhöndlun persónuupplýsinga enda hefur fyrirtækið fengið réttlátan skerf af gagnrýni fyrir stefnu sína í þeim málum.

Áhugavert verður að fylgjast með næstu skrefum Facebook og þá sérstaklega hvernig hið nýja og endurbætta samskiptaforrit mun koma til með að líta út en miðað við orð Zuckerberg erum við að tala um helsta samskiptamáta framtíðarinnar!

Færslu Zuckerberg má lesa í heild sinni hér


Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.