5 atriði sem stóðu upp úr á Social Media Marketing World 2019

Social Media Marketing World fór fram fyrir helgi í San Diego þar sem yfir 7.000 manns komu saman til að hlusta á sérfræðinga á sviði markaðssetningar á netinu. Líkt og áður var mikið um áhugaverða fyrirlestra enda er ráðstefnan þekkt fyrir að bjóða upp á gríðarlegt magn af fyrirlestrum, tengslaviðburðum og vinnustofum.

Þegar þetta blogg er skrifað þá er hópur frá SAHARA enn staddur í San Diego en við fengum þau til að gefa sér smá tíma til að taka saman eitt atriði sem þeim fannst hafa staðið upp úr frá ráðstefnunni í ár.

Hvert fóru Facebook notendur?

Það sem Davíð Lúther fannst hvað áhugaverðast var fyrirlestur með Mari Smith sem fjallaði um Facebook notendur og breytingar á notkunarhegðun þeirra. Facebook hefur verið að þróast hratt og gert margar uppfærslur á miðlunum í takt við breytta hegðun notenda. Í stað þess að eyða mestum tímanum sínum á „news feedinu“ þá hafa þeir fært sig yfir í Messenger,hópa, myndbandsáhorf og stories!

En ef þetta er raunin, hvernig náum við til þeirra? Stórt er spurt en að mati Mari Smith, þá er svarið einfalt; fleiri myndbönd, færri hlekki (e. links)!

Stutt myndbönd ættu að vera um 70% af öllu markaðsefni fyrirtækisins.
Stutt myndband = < 3 min.

Hlekkir ættu aðeins að vera um 10% af markaðsefni fyrirtækisins. Hlekkir ættu frekar að vera inni í texta eða sem CTA (Call To Action) hnappur á myndbandinu.

Davíð Lúther og Amanda Bond

Heimurinn þar sem vörumerkjatryggð (e. brand loyalty) er engin og neytandinn er markaðsdeildin.

Arna Þorsteinsdóttir sótti mjög áhugaverðan fyrirlestur þar sem Mark Schaefer fór yfir hvernig fyrirtæki þurfa að aðlaga sig að breyttu hegðunarmynstri neytenda og hvernig markaðssetning þarf að breytast samkvæmt því.

Síðustu 10 ár hefur trú á fyrirtæki, vörumerki og auglýsingar farið minnkandi og því vert að spyrja hvað neytendur trúa á? Það er einfalt! Þeir trúa og treysta á hvor annan!

Neytendur hafa sagt stopp við að vera stjórnað og fer nú 2/3 af allri markaðssetningu fyrirtækja fram án auglýsinga, án markaðsdeildar og án þín!

Með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla eru neytendur með stórt og öflugt tól til þess að vera við stjórn. Fyrirtækið þitt og vörumerki getur staðið og fallið með því! Það er kemur engum á óvart ef varan þín selst ekki vel ef meðmælin frá öðru fólki eru slæm og þetta mun bara vega sífellt þyngra með árunum. Við sem markaðsfólk höfum því ekkert val og verðum að skilja og finna leiðir til þess að komast inn í og hafa áhrif á þennan stóra hluta markaðssetningar sem fer fram án okkar núna, því það er svo sannarlega ekki hægt að kaupa sér leið þar inn heldur þurfum við að fá boðskort.

Það er kominn tími á að enduruppgötva hvernig við markaðssetjum fyrirtækin okkar og vörurnar og hætta að reyna að ýta því að fólki. Í þessu samhengi er því mikilvægt að fara að skoða hvað það sé sem gerir fyrirtæki mannlegg? Hvað er það sem ég get sagt frá? Hvað kveikir á tilfinningum? Því það er það sem fólk vill heyra. Fólk vill skapa tengsl og finnast það vera hluti af einhverju. Það vill heyra hvað þú stendur fyrir, heyra söguna þína og upplifa mannlega þátt fyrirtækisins, ekki vöruna þína.

Bring social back into social media and BE MORE HUMAN.


Veðurblíðan að gera vel við starfsmenn SAHARA

Spjallmenni eru framtíðin 🤖

Líkt og á ráðstefnunni í fyrra var mikið fjallað um spjallmenni og hvernig þau munu nýtast fyrirtækjum í markaðslegum tilgangi.

Að mati sérfræðinga er talið að 80% fyrirtækja verði byrjuð að nýta sér spjallmenni árið 2020!

Hallur Jónasson er á því að fyrirtæki eigi að taka þessum breytingum með opnum hug enda mun þetta ekki leysa eingöngu þjónustulega þætti heldur einnig opna á tækifæri í markaðssetningu í formi Messenger marketing.

SAHARA hefur nú þegar hafið þessa vegferð en nú á dögum fékk fyrirtækið vottun á sviði spjallmenna sem mun bæði nýtast fyrirtækinu vel og viðskiptavinum okkar sem eru að taka sín fyrstu skref í uppsetningu á spjallmennum.

Hallur gríðarlega sáttur með ráðstefnuna í ár.

LinkedIn er mest vaxandi miðill í B2B markaðssetningu í dag.

Andreas Örn Aðalsteinsson sótti fyrirlestur um rísandi möguleika á LinkedIn markaðssetningu hjá A.J. Wilcox sem er einn fremsti markaðssérfræðingur um LinkedIn markaðssetningu í heimi og eigandi fyrirtækisins www.b2linked.com.

Á sama tíma og Facebook, Instagram og Google hafa tröllriðið markaðssetningu í hinum stafræna heimi undanfarin ár hefur LinkedIn risið hratt og þróast til að hámarka skilvirkni kostaðra auglýsinga.

Vissulega er LinkedIn dýrari miðill en aðrir þar sem meðalkostnaður á smell er frá $6-$9 en á sama tíma er stærsti kostur LinkedIn miðunin (e. targeting) þar sem við getum stjórnað því hvað einstaklingar sjá auglýsingar, allt frá starfstitli niður í hópa sem þeir hafa gerst meðlimir að.

Stafræn markaðssetning er alltaf að verða viðameiri og því að verða mikilvægara að geta sent réttu skilaboðin til réttu einstaklinganna á réttum stað.

LinkedIn has seen a 212% growth in Ad Spend growth

Þrátt fyrir að LinkedIn sé dýrari miðill þá hefur það sýnt sig að þau viðskipti sem koma inn í gegnum LinkedIn eru töluvert verðmætari en viðskipti frá öðrum miðlum. Það er því ljóst að þau fyrirtæki sem eru ekki áberandi á LinkedIn og stefna á að bæta enn frekar við sig í B2B markaðsetningu þurfa að skoða LinkedIn vel árið 2019.

2019 will be the year that B2B marketers spend more money into LinkedIn than any other platform.

Andreas Örn og Michael Stelzner, stofnandi Social Media Marketing World

Stöldrum við og greinum hvað er að virka.

Ásthildur Gunnarsdóttir sótti fyrirlestur sem fjallaði um uppsprettu nýsköpunar og mikilvægi þess að staldra við, greina hvað er að virka og meta hvernig fyrri aðgerðir geta nýst okkur í framtíðarverkefnum.

Það er allt of algengt að það sé bara keyrt á hlutina og hoppað á milli verkefna án þess að horfa í baksýnisspegilinn og læra af reynslunni! Aðstæður sem slíkar séu ekki vel til þess fallnar að ýta undir skapandi hugsun, sem er einmitt mikilvægur þáttur þegar kemur að öflugu markaðsstarfi. Til þess að sköpunargáfan (sem við búum öll yfir) fái að blómstra þurfi visst andrými sem mikilvægt sé að veita.

Allt á þetta einstaklega vel við í þeim hraða heimi samfélagsmiðla sem við lifum í í dag!

Ásthildur Gunnarsdóttir á Social Media Marketing World

Það er á hreinu að ráðstefnan gefur gestum ekki eingöngu tækifæri á að drekka í sig mikinn fróðleik, heldur veitir hún einnig mikinn innblástur til að gera enn betur.

Við mælum með að þið smellið ykkur yfir á Instagram reikning SAHARA þar sem hægt er að sjá Instagram sögur frá ráðstefnunni þar sem fleiri áhugaverðir fróðleiksmolar koma fram.

Team SAHARA!

Höfundur
Sigurður Svansson | Head of Digital & Co Owner

Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.