Komdu með okkur á Social Media Marketing World 2019!

Í mars 2019 ætlum við hjá SAHARA í samstarfi við Gaman Ferðir að sameina krafta okkar og skella okkur á Social Media Marketing World. Þessi árlega ráðstefna þykir vera sú besta á sviði samfélagsmiðla í heiminum.

Social Media Marketing World er þriggja daga ráðstefna í San Diego þar sem yfir 7.000 markaðssérfræðingar og áhugafólk mætir og hlustar á fyrirlestra frá yfir 200 af bestu og reynslumestu fyrirlesurum í bransanum.

Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða með mikla reynslu á samfélagsmiðlum, þá er þessi ráðstefna tilvalin fyrir þig. Samfélagsmiðlar breytast hratt og þarna færðu svörin við spurningum þínum, leyndarmálin frá sérfræðingum, nýjustu uppfærslur, trend og sérð hvað virkar og hvað virkar ekki þegar kemur að stafrænni markaðssetningu.

Einnig er þetta frábært tækifæri til að stækka tengslanetið út á við, en á þessari ráðstefnu taka gestirnir mjög virkan þátt í allskonar vinnustofum og námskeiðum, fá að kynnast fyrirlesurum og öðrum gestum hátíðarinnar.

Flogið verður til Los Angeles þriðjudaginn 19. mars klukkan 16:00, síðan er haldið heim mánudaginn 25. mars. Ferðin kostar 209.000,- kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið í því er flug með WOW air til L.A., 20kg taska, rúta til og frá San Diego, gisting í 5 nætur á Hotel Indigo í San Diego og íslensk fararstjórn. Ráðstefnugjaldið er ekki innifalið og því þarf hver og einn að kaupa sér miða af vefsíðu ráðstefnunar

Davíð Lúther Sigurðarson og Hallur Jónasson frá SAHARA munu sjá um hópinn en Davíð Lúther fór á þessa ráðstefnu í mars 2018 og þekkir því vel hvað er í boði og hvernig skal nýta tímann sinn best.

Lestu meira um ferðina hér
Kynntu þér Social Media Marketing World nánar hér