VERTU BETRI Á INSTAGRAM!

Við höfum verið dugleg að fjalla um viðbætur og uppfærslur sem tengjast Instagram síðustu vikur og mánuði. Í þessari samantekt ætlum við gefa þér nokkur ráð sem varða uppsetningu á Instagram grindinni þinni og hvað gott er að hafa í huga þegar hún er sett upp auk þess að fara yfir þá möguleika sem Instagram Story hefur uppá að bjóða fyrir fyrirtæki.

Instagram grindin

Eitt af því sem fær fólk til að fylgja fyrirtækjum á Instagram er vel upp sett Instagram grind. Þegar talað er um Instagram Grind, þá er átt við þær myndir/myndbönd sem eru sýnileg á veggnum. Fræðin segja okkur að það skiptir miklu máli að fanga athygli einstaklings með fyrstu 9 myndunum.

Við uppsetningu á Instagram grind er gott að hafa eftirfarandi í huga

  1. Veldu þema sem passar við þitt fyrirtæki
  2. Sett upp vegginn með ákveðinni reglu (sjá dæmi hér fyrir neðan)
  3. Ákveddu filtera sem þú ætlar að vinna með.
  4. Notastu við gæða efni.

Dæmi um stílhreinar og grípandi Instagram grindur:

@Maya_on_the_move

@Sjostrandiceland

@theyachtwe

Ef þú ætlar að ná að viðhalda fallegu Instagram feed-i þá er mikilvægt að horfa nokkrar vikur fram í tímann. Komdu þér upp myndabanka og settu upp áætlun. Það þarf alls ekki að vera flókið, en það er auðvelt að gleyma sér og þá vitum við hvað gerist! Áður en þú veist af þá ert þú farin að birta myndir af einhverju bara fyrir það eitt að birta mynd, sem passar mögulega ekki við þá ætlun sem þú ætlaðir upphaflega að miða við.

Instagram story

Instagram Story er frábær leið til þess að gera Instagram aðganginn hjá þínu fyrirtæki persónulegri og til að kynna starfsemi fyrirtækisins betur.

Áður en þú hefst handa, þá er gott að hafa eftirfarandi í huga;

  1. Eru innslögin eða sagan sem þú ert að reyna segja skemmtileg eða áhugaverð
  2. Er hún stílhrein og í takt við vörumerkið
  3. Er hún til þess fallin að fólk vilji fá að vita meira.

Það er auðvelt að deila myndum og léttum innslögum en til þess að ná sterkari tengslum við þína fylgjendur þá er mikilvægt að vanda til verka og horfa á þennan deilimöguleika eins og sögustund með byrjun og enda. Það elska allir góða sögu!

Persónulegri söguframsetning með manneskju fyrir framan myndavél ætti alltaf að vera fyrsti kostur. Ekki láta það samt stoppa þig í að taka upp símann og byrja deila, ef þú ert feimin(n) þá er að sjálfsögðu hægt að deila skemmtilegu efni án þess að vera með manneskju fyrir framan myndavélina.

Gott er að hafa í huga að nýta alla möguleika vel sem koma sögunni lengra, eins og og tagga þá einstaklinga sem koma fram í sögunni auk þess að velja viðeigandi has-tögg (#).

Instagram hefur verið duglegt að bæta við nýjum möguleikum eins og poll, questions, love meter og fleira til að kalla fram meiri svörun frá þeim sem horfa. Nýttu þér þetta til hins ýtrasta, en hugsaðu þetta vel og tengdu við þitt fyrirtæki. Hægt er að fá allskonar skemmtilegar upplýsingar frá fylgjendum sem má svo nýta til frekari framleiðslu.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig hægt er að nýta þessa fídusa og gera story’ið grípandi:

Þegar þú hefur lokið við að setja inn Instagram Story með þeim pælingum sem við listum upp hér að ofan er mikilvægt að vista bestu færslurnar sem Highlights. Highlights er eiginleiki sem gerir okkur kleift að sýna það besta úr story’um sem þú hefur gert og flokka það á skemmtilegan hátt. Fylgjendur geta svo nálgast þessar sögur aftur og aftur, en þær detta ekki út eftir 24 tíma eins og almennt story.

Nýttu higlights-in til að draga fram umræðupunkta í kringum þitt fyrirtæki eins og vöruframboð, þjónustu, bakviðtjöldin, kynningu á starfsmönnum eða eitthvað allt annað! Þarna er tækifæri að vera hugmyndarík(ur).

Fjöldi fyrirtækja hérna á Íslandi eru farin að nýta sér þennan möguleika og má þar t.d. Nefna Burro sem draga fram drykki, mat og viðburði. Þessi möguleiki er alls ekki eingöngu bundinn við fyrirtæki og hafa margir flottir áhrifavaldar hér heima og erlendis verið hugmyndarík og hugsað út fyrir kassan með uppsetningu á higlights.

Eins og með svo margt sem tengist öllum þeim nýjungum sem verið er að kynna fyrir okkur þá er mikilvægt að prófa sig áfram og ekki vera feimin við það.

Gangi ykkur ve!


 Stefanía Gunnarsdóttir Framleiðandi Stefanía Gunnarsdóttir Framleiðandi

 

Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.