Google Marketing Innovations Keynote

Fyrr í mánuðinum hélt Google ráðstefnu þar sem kynnt var allt það nýjasta í Google Adwords, Analytics og öðrum vörum frá Google. Viðburðinum var streymt beint á YouTube og fylgdist SAHARA spennt með. Við höfum tekið saman nokkra punkta sem stóðu uppúr en viðburðinn má svo sjá í heild sinni neðst í blogginu.

Google AdWords verður Google Ads

Sridhar Ramaswamy SVP of Ads & Commerce hjá Google opnaði viðburðinn. Hann fjallaði um sögulega breytingu sem er í vændum hjá Google varðandi Google Adwords. Google ætlar að endurmarka (e. rebranding) Google Adwords í Google Ads. Google Ads verður því samheiti yfir Google Search, Google Display og Google Video (YouTube). Það sem breytist er að nafnið breytist, logo-ið breytist og heimasvæðið verður ads.google.com. Þetta hefur engin áhrif á vörurnar sjálfar heldur einungis endurmörkun á vörumerkinu. Þetta er eðlileg þróun þar sem að Google Adwords er ekki mjög lýsandi fyrir þær fjölbreyttu herferðir sem hægt er að búa til á mismunandi vettvöngum. Breytingin mun eiga sér stað 24. júlí 2018.

Nýir möguleikar fyrir auglýsendur á YouTube

Nicky Rettke (Group Product Manager Vide Ads YouTube) fór yfir mikilvægi þess að birta viðeigandi auglýsingar til viðskiptavina í gegnum allt kaupferlið. Hann fór yfir að YouTube spilar stóran þátt í kaupferli neytenda. Það er ástæðan fyrir því að Nick og hans teymi tilkynntu nokkrar nýjungar í YouTube ads:

  1. Trueview for reach – Herferðir til þess að auka vörumerkja vitund
  2. Trueview for action – Vefborðar með vörumerki fyrirtækis fyrir neðan myndband til þess að fá fleiri smelli yfir á vefsíðu.
  3. Maximize lift bidding (brand cosideration) – Google nýtir vélrænt nám (e.machine learning) til að ná til notenda sem að eru líklegri til þess að veita vörumerkinu áhuga og versla við fyrirtækið.

Vélrænt nám spilar enn stærra hlutverk í Google Ads

Gervigreind mun spila stærra hlutverk í leitarorðaherferðum í Google Ads. Í Google Ads er nú þegar hægt að nýta sér gervigreind með Ad rotation og Smart bidding. Þannig er t.d. hægt að skrifa upp þrjár auglýsingar fyrir einn Ad group og biðja Google um að birta þá auglýsingu sem virkar best. Núna á að bæta við öðrum valmöguleika sem kallast ‘Responsive search ads’.

Sá möguleiki býður auglýsendum að skrifa upp nokkrar fyrirsagnir og lýsingar á auglýsingum. Google Ads sér síðan um að raða saman auglýsingunni sem hentar best fyrir hverja leitarfyrspurn fyrir sig. Þessar útgáfur af auglýsingum munu einnig innihalda þrjár fyrirsagnir og 90 stafa lýsingar. Þær munu því vera stærri en venjulegu auglýsingarnar og því líklegri til að fá fleiri smelli.

Það verður spennandi að prófa þessar nýjungar á næstu dögum og við munum halda áfram að fylgjast vel með gangi mála hjá Google.

 

Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.