4 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ NOTA GOOGLE ADWORDS

Hvað er Google Adwords?

Google Adwords er auglýsingamiðill á vegum Google þar sem fyrirtæki geta auglýst til viðskiptavina á því augnabliki þegar þeir eru að leita að vöru eða þjónustu. Með Google Adwords ná fyrirtæki að auglýsa til mjög skilgreinds markhóps og borga eingöngu þegar smellt er á auglýsinguna. Hér koma fjórar góðar ástæður hvers vegna fyrirtæki ná meiri árangri í netmarkaðssetningu með góðri Google Adwords herferð.

1. Google Adwords eykur traffík á heimasíðu og sölu

Vel uppsett Google Adwords herferð eykur umferð inn á vefsíðu fyrirtækis. Það sem betra er, að með því að hafa herferðina vel hnitmiðaða kemur mjög verðmæt ný umferð inn á vefsvæðið. Ástæðan fyrir því er að notandinn er að leita að vörunni eða þjónustunni sem fyrirtækið er að selja. Það eru því miklar líkur á að notandi sem kemur í gegnum góða Adwords herferð endi á því að versla á vefsíðunni.

2. Hraði árangurs

Árangur góðrar leitarherferðar með Google Adwords er fljótur að skila sér. Eftir að herferð er komin í loftið skilar árangurinn sér strax með aukinni umferð inn á vefsíðuna. Vegna þess að þú getur keypt þér leið efst á Google. Þessi aðferð er til að mynda fljótari að skila árangri heldur en náttúruleg leitarvélabestun, en að sjálfsögðu borgaru fyrir hvern smell. Þess vegna er gott að setja upp flotta herferð á meðan leitarvélabestunin er ekki enn búin að skila árangri.

3. Mælanlegur árangur

Með því að setja upp Google Adwords herferð er möguleiki á að mæla þá umferð sem kemur inn á vefsíðuna. Þannig er hægt að skoða árangur auglýsingaherferðarinnar og ákveða hvort það skuli halda henni áfram, setja meira fjármagn í herferðina eða laga herferðina. Með tengingu við Google Analytics er hægt að sjá hversu mikið herferðin skilaði sér í endanlegri sölu á vefsíðunni.

4. Engar heimsóknir, engin greiðsla

Ef það kemur enginn viðskiptavinur í heimsókn á vefsíðuna, þá borgar þú ekki krónu. Þú borgar einfaldlega þegar smellt er á auglýsinguna. Þannig getur þú algjörlega stjórnað hversu mikið þú vilt fjárfesta í auglýsingum á Google. Það er hægt að byrja með lítið fjármagn og bæta síðan við þegar árangur næst.