Ert þú að gleyma að endurmarkaðssetja?

Markaðssetning á stafrænum miðlum getur verið margslungin og oft er leitast eftir skjótum og ódýrum árangri.

Þegar viðskiptavinir heimsækja vefsíðu fyrirtækis í fyrsta skiptið er ólíklegt að þau séu tilbúin að klára kaup strax. Rannsóknir benda einmitt til þess að allt að 98% viðskiptavina klára ekki kaup á vöru í sinni fyrstu heimsókn á vefsíðu fyrirtækis. Tíminn sem það tekur viðskiptavini, frá því það byrjar að kynna sér vöruna og þangað til þeir kaupa hana, getur verið mislangur eftir fyrirtækjum, vöru eða þjónustu.

Það er þó ljóst að endatakmarkið er að fá þessi 98% sem hafa sýnt vöru eða þjónustu áhuga með því að fara inn á vefsíðu fyrirtækisins en ekki klárað kaup, aftur inn á vefsíðuna til að klára kaupin. Þetta köllum við endurmarkaðssetningu (e. retargeting)

Tökum dæmi: Viðskiptavinur hefur verið að skoða það að kíkja á uppistand á næstunni og hefur því verið að kíkja inn á www.senalive.is til að fylgjast með nýjustu uppistöndunum sem eru á leiðinni til landsins. Það kemur því ekki á óvart að viðskiptavinurinn sjái auglýsingu líkt og þessa hér að neðan, þar sem hann hefur skilið eftir fótspor á heimasíðu Senu Live, bæði á Facebook og öðrum miðlum til að ná mér aftur inn á heimasíðu Senu Live til að klára kaup.

Hvernig seturðu upp auglýsingar í endurmarkaðssetningu?

Markhópar skiptast oft á tíðum í „kaldan“ og „heitan“ markhóp. Kaldur markhópur eru einstaklingar sem ekki hafa átt í neinni snertingu við þá vöru/þjónustu sem verið er að selja á meðan heitur markhópur eru einstaklingar sem hafa átt í einhvers konar snertingu við vöru/þjónustu og þar með sýnt áhuga.

Endurmarkaðssetning er þegar auglýsingar á stafrænum miðlum, hvort sem um er að ræða sömu vöru og viðskiptavinir voru að skoða eða sambærilega, eru birtar „heitum“ markhóp.

Einnig má líta á „heitan“ markhóp sem núverandi viðskiptavini fyrirtækis, til að mynda þeir sem hafa keypt vöru eða sambærilega vöru áður. Þeir eru einn allra mikilvægasti markhópur sem við eigum, þar sem þeir hafa áður sýnt vilja til að versla við fyrirtækið og þar af leiðandi líklegri til að stunda viðskipti endurtekið í framtíðinni.

Viðskiptavinir geta einnig verið mis „heitir“ eða „kaldir“. Það fer í raun allt eftir því hversu langt í ferlið viðskiptavinurinn fer en ef uppsetning á endurmarkaðssetningu er fylgt eftir á réttan hátt er mögulegt að fylgja viðskiptavininum í gegnum allt ferlið og séð nákvæmlega hvar hann dettur út, á lendingarsíðu fyrirtækis, án þess að klára kaup. Þar getur endurmarkaðssetningin gripið inn í og sent sérsmíðaða auglýsingu á viðskiptavininn eftir því hvar hann dettur út.

Flestir telja að endurmarkaðssetning sé eingöngu byggð á því að birta auglýsingar til þeirra einstaklinga sem hafa komið inn á vefsíðu fyrirtækis og skilið eftir fótspor. Þrátt fyrir að þessi aðferðarfræði sé mikilvæg, þá býður Facebook einnig upp á að birta auglýsingar til þeirra sem hafa komist í snertingu við fyrirtækið á annan hátt.

Til að stikla á stóru þá er hægt að nýta póstlista, hversu langt fólk hefur horft á myndband á Facebook síðu og hvort fólk hefur átt samskipti við Facebook eða Instagram síðuna á einhvern hátt (líkað við, skilið eftir athugasemd eða deilt færslu). Það er margir möguleikar sem eru sífellt að þróast.

Þetta snýst að miklu leyti um að safna gögnum og mynda markhópa út frá uppsöfnuðum gögnum

Hverjir eru kostir endurmarkaðssetningar?

Möguleikarnir að ná til fólks sem hefur sýnt vöru eða þjónustu áhuga, án þess að klára kaupin, ætti að vera eini kosturinn sem þú þarft að vita til að byrja endurmarkaðssetningu.

Ef þig vantar frekari sannfæringu, skoðaðu þessa tölfræði:

  • Vefsíðunotendur sem sjá auglýsingu í gegnum endurmarkaðssetningu eru 70% líklegri til að klára kaup.

  • 69% af fólki sem setur vöru í körfuna á vefsíðunni, klára ekki kaupin.

  • Endurmarkaðssetning getur aukið svörun við auglýsingu um 400%.

  • Auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningu eru 76% líklegri til að kalla fram smell frá viðskiptavini.

  • Þú ert 10x líklegri til að fá smell frá viðskiptavin í gegnum endurmarkaðssetningu en venjulega birtingu.

Endurmarkaðssetning er ein einfaldasta leiðin til að ná til viðskiptavina sem hafa sýnt fyrirtækinu þínu áhuga. Vissulega líkar engum við að láta elta sig um allt internetið, en með því að nýta endurmarkaðssetningu á snjallann og skilvirkan hátt getur fyrirtækið þitt verið eitt af þeim sem fólk hefur virkilega ánægju af á netinu.

Auk þess tryggirðu að fyrirtækið þitt sé ekki að skilja eftir mögulega tekjulind ónýtta.

 Andreas Aðalsteinsson Sérfræðingur Andreas Aðalsteinsson Sérfræðingur

 

Siggi Svans
Co-Founder & Head of Digital
siggisvans@sahara.is
8654380
Um höfundinn

Sigurður Svansson er einn af stofnendum SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann leiðir áfram fjölbreytt verkefni á vegum fyrirtækisins.