Átta ástæður fyrir því að skrifa blogg

Í síðustu bloggfærslum höfum við hjá Sahara lagt mikinn fókus á nýjustu strauma og stefnur hjá Instagram, en nú er kominn tími til að fara aftur á upphafsreit og skrifa blogg um blogg. Einhverjir gætu spurt sig: Af hverju blogg? Í stað þess að láta hugann reika aftur til blog.central.is, skulum við einbeita okkur að kostunum við að deila áhugaverðu og skemmtilegu efni með fylgjendum. Blogg getur verið mjög öflugt markaðstól og hér höfum við tekið saman átta góðar ástæður fyrir því hvers vegna þitt fyrirtæki ætti að byrja strax í dag.

Google elskar blogg

Þegar bloggið þitt er tilbúið er það aðgengilegt á leitarvélum Google og Google hreinlega elskar blogg. Gott blogg ætti að innihalda svokölluð lykilorð sem tengjast rekstrinum eða þeirri þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Þegar viðskiptavinir leita að þessum orðum á Google þá er fyrirtækið þitt líklegra til þess að vera ofarlega í niðurstöðum leitarinnar eftir að bloggið er komið í loftið. Mikilvægt er að vera með vel skilgreindar fyrirsagnir og milli fyrirsagnir sem grípa leitarfyrirspurnir.

Nýir hugsanlegir viðskiptavinir

Með því að vera ofarlega á leitarvélum er líklegra að umferð yfir á heimasíðu fyrirtækisins aukist og jafnframt líkurnar á því að fá heimsókn frá nýjum viðskiptavini sem gæti haft áhuga á þeirri vöru eða þjónustu sem fyrirtækið þitt býður upp á.

Tækifæri á fjölbreyttri efnisdreifingu

Að skrifa blogg eins og þetta, gefur þér tækifæri að brjóta upp færsluna og deila henni á mismunandi vegu, til dæmis sem stakri færslu á Facebook eða sem myndbandi þar sem atriðin eru dregin fram með hlekk yfir á bloggið fyrir þá sem vilja fá dýpri skilning á viðfangsefninu, og svo mætti lengi telja. Ef vandað er til verka og bloggið hefur langan líftíma, þá má nýta efnið aftur og aftur á mismunandi hátt!

Meiri umferð yfir á heimasíðu                                               

Með því að deila bloggi á miðla eins og Facebook eða Instagram skapar þú umferð, hvort sem hún er náttúruleg eða kostuð, yfir á heimasíðu fyrirtækisins.

Allar líkur eru á að hver smellur á hlekk sem inniheldur áhugavert, fræðandi eða upplýsandi efni, muni kosta minna fyrir fyrirtækið en smellur á efni sem inniheldur bein söluskilaboð. Slík upplýsingagjöf stuðlar einnig að jákvæðri ímynd fylgjenda og eykur líkurnar á að viðtakandinn kynni sér vöruframboð eða þjónustu fyrirtækisins.

Gefur þér rödd

Bloggið gefur þér rödd, þú getur sagt frá með þínum orðum, komið ákveðnum skoðunum á framfæri eða vangaveltum. Með því verður upplifun þess sem les efnið frá þér persónulegri en ef um hefðbundna sölupósta væri að ræða.

Upplýsingabanki

Með blogginu getur þú svarað hugsanlegum spurningum viðskiptavina, en vinsælt er að vera með FAQ (Frequently asked questions) sem auka líkurnar á að viðskiptavinurinn finni upplýsingar sem svara spurningum hans á skemmri tíma. Bloggið getur einnig veitt viðskiptavini upplýsingar um vörur, nýjungar eða bara kynnst fyrirtækinu betur, sögu og árangur þess.

Að eilífu á leitarvélum

Viðskiptavinir geta fundið bloggin þín á leitarvélum löngu eftir að þau voru skrifuð, en þannig hjálpa bloggin þér að ná lengra í leitarvélabestun.

Ódýrt markaðstól

Að blogga kostar ekki krónu, en það kostar tíma (tími=peningar) Kannski er þá betra að segja að það að skrifa blogg sé ódýr en góð leið í stafrænni markaðssetningu til að miðla áhugaverðu efni – byrjaðu núna!


 SINDRI FREYR Samfélagsmiðlafulltrúi SINDRI FREYR Samfélagsmiðlafulltrúi